Saga - 2011, Blaðsíða 26
um í bók sinni, en það umdeilanlega frelsi sem hann tók sér til að
stokka bréfaskriftir upp í samtöl kom ekki í veg fyrir að hann
skrifaði skemmti lega bók. Að hinu er svo rétt að spyrja í hverju
dæmi, skyldu þessu, hvort nokkuð það vinnist sem ekki mætti gera
með „hefð bundnari“ meðferð efniviðar? Svo má líka nota þekkingu
og sagn fræðiþjálfun og ályktunargáfu til að skrifa ævisögur sem
taka allt aðra stefnu en veruleikinn. Það hafa verið skrifaðar bækur
um „hvað ef“ — til dæmis hvað hefði orðið um heiminn ef Hitler
hefði unnið stríðið? Það mætti sjálfsagt hugsa sér ævisögu Stalíns
sem hefði ekki hætt í prestaskóla en orðið biskup eins og mamma
hans helst vildi. Eða ævisögu Ólafs Ragnars Grímssonar sem hefði
aldrei úr Framsóknarflokknum farið.
Og allir fá að gera hvað sem þeir vilja, kvað Steinn Steinarr. Ekki
síst á þeim póstmódernísku tímum sem við nú lifum.
Erla Hulda Halldórsdóttir
Ekki er til neitt samkomulag eða ein skilgreining á því hvað ævi-
saga er. Eða það var að minnsta kosti samdóma álit sagnfræðinga
sem nýlega tóku þátt í vinnustofu um ævisögur eða ævisögulega
rannsókn í Finnlandi.1 Hið sama má sjá í fræðigreinum og bókum
um þetta vinsæla en þó lítt skilgreinda fagsvið (aðferð).2 Þó er til
grunnskilgreining sem hljóðar eitthvað á þá leið að ævisaga sé saga
raunverulegs lífs, skrifuð og sögð af öðrum en aðalpersónunni —
frá vöggu til grafar, myndu sumir líklega bæta við. Þegar betur er
að gáð er þetta ekki svo einfalt, enda hafa hugmyndir um ævi-
sagnaritun, hverjir séu þess verðugir að skrifað sé um þá, hvernig
ævisaga skuli byggð upp og hvort skipti meira máli, innra sam-
hengi þess lífs sem skráð er eða ytri formgerðir samfélagsins, breyst
mjög síðustu áratugi. Og markmið þess að skrifa ævisögu eru mis-
hvað er ævisaga?26
1 Höfundur tók þátt í vinnustofu (e. workshop) um túlkun lífs og hina ævisögu-
legu rannsóknaraðferð sem haldin var við Háskólann í Oulu, Finnlandi, 29.–30.
september 2011. Sjá Vef. http://www.oulu.fi/hutk/historia/en/research/
Biography2011.html, sótt 12. október 2011.
2 T.d. Barbara Caine, Biography and History (Basingstoke: Palgrave Macmillan
2010); Nigel Hamilton, Biography. A Brief History (Cambridge Mass.: Harvard
University Press [2007] 2009), og Birgitte Possing, „Genren med de mange liv.
Et kritisk blik på biografien“, Det kritiske blik (Kaupmannahöfn: Tiderne Skifter
2005), bls. 143–163.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:49 AM Page 26