Saga - 2011, Blaðsíða 206
inu til virðumst við hafa mótað með okkur bandarískan smekk frekar en
skandinavískan, vera einkaframtaksfólk en ekki sósíaldemókratar. En þetta
er flóknara en svo, því eins og skýrt kemur fram í ritgerð Arndísar sóttu
flestir arkitektar, húsgagnasmiðir og hönnuðir menntun og fyrirmyndir til
Skandinavíu. Auk þess má ekki gleyma því að til Skandinavíu barst líka,
eins og til Íslands og annarra Evrópulanda, amerísk neyslumenning, og vel
fram á áttunda áratuginn var einkabíllinn, þar eins og hér, eins konar mæli-
kvarði allra hluta.
Það er því álitamál hvort það hafi ekki verið rétt að bíða með að greina
þessa þræði, þ.e.a.s. komast hjá því að flækja málin enn frekar með þessum
breytum. Öðru máli gegnir hins vegar um þátt stjórnvalda. Áhrifum þeirra
og viðhorfum hefði að mínu mati þurft að gera skipulegri skil. Það hefði
verið ástæða til að hafa ítarlegri umfjöllun um tilgang og tilurð þeirra opin-
beru stofnana sem oft koma fyrir í ritgerðinni, þær hugmyndir og þau
viðhorf sem lágu þar að baki og svo aftur áhrif þeirra á íslenska hönnun.
Vissulega er reiddur fram fjöldinn allur af dæmum, sumum lítt þekktum,
um afskipti stjórnvalda af hönnun á Íslandi. Hér má t.d. benda á fyrrnefnda
Teiknistofu landbúnaðarins, byggingarmálasýningu sem Skipulagsnefnd
atvinnumála gekkst fyrir árið 1944 og vörusýningarnefnd iðnaðarráðuneytis -
ins á sjötta áratugnum. En samt hefði mátt gera betur grein fyrir því hvernig
opinber lög, stofnanir og sjóðir endurspegluðu viðhorf stjórnvalda til
listiðnaðar og hönnunar og mótuðu starfsumhverfi þessara greina, eða jafn-
vel, þótt vissulega sé það snúnara, hvernig áhrif stjórnvalda birtust í smekk
íslenskra neytenda. Áður voru nefnd nokkur dæmi um mikilvægar stofn-
anir, sem koma fyrir án þess að áhrif þeirra séu skýrgreind, svo sem
Þjóðminjasafnið, Listasafnið og Menningarsjóð, en við listann má til dæmis
bæta embætti Húsameistara ríkisins, Iðnskólanum, Handíðaskólanum,
Iðnaðarmálastofnun Íslands og Iðntæknistofnun.
Ein af meginniðurstöðum ritgerðarinnar er sú að á Íslandi hafi skort þá
sérstöðu sem skapaðist með samspili listar og iðnaðar hjá hinum Norður -
landaþjóðunum og eins að á Íslandi hafi vantað það bakland frá félagasam-
tökum og ríki sem íslensk hönnun hefði þurft til að þrífast og dafna, taka
þátt í þeirri norrænu hönnunarútrás sem nefnd hefur verið „Scandinavian
design“. Arndís tilgreinir eftirtektarverð dæmi um áhugaleysi íslenskra
stjórnvalda — t.d. í aðdraganda sýningarinnar Formes Scandinaves í París
1958 –1959 — en það hefði þurft að skýra betur þetta áhugaleysi stjórnvalda
um listiðnað, hönnun og húsbúnað, leggja í ítarlegri greiningu á þeim hug-
myndum og viðhorfum sem lágu að baki aðgerðum stjórnvalda. Voru þau
óvenju áhugalaus (þ.e. í samanburði við stjórnvöld í Skandinavíu) um sjón-
listir og fagurfræði hins manngerða umhverfis? Voru valdhafar forpokaðir
þjóðernissinnar sem vildu ekki læra af Skandinövum? Hvers vegna höfðu
stjórnvöld fyrst og fremst áhuga á fiski, lambakjöti, mjólkurafurðum og
fornbókmenntum?
ragnheiður kristjánsdóttir206
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 206