Saga - 2011, Blaðsíða 166
vísar til, og er ein af lykilheimildum bókar hans, var samþykkt á
fundi stjórnmálaráðs framkvæmdanefndar Komintern [Politsekret -
ar iat des EKKI] hinn 23. nóvember árið 1931 og sent íslensku félög-
unum skömmu síðar. Bréfið skiptist í grófum dráttum í þrjá hluta. Í
fyrsta hlutanum er sagt fyrir um væntanlega flokks ráðstefnu
Kommúnistaflokksins og dagskrá hennar gefin upp. Í næsta hluta
er vikið stuttlega að mikilvægustu verkefnum flokksins á því rétt
tæpa ári sem liðið var frá stofnun hans, en þau eru: a) þátttaka í
sjálfstæðisbaráttunni, b) þátttaka í verkföllum, c) framboð í alþing-
iskosningum. Í þriðja og síðasta hluta bréfsins er síðan að finna eins-
konar heildarmat stjórnmálaráðsins á starfsemi flokksins og ekki
hvað síst á aðgerðum sem kommúnistar tóku virkan þátt í við
bústað Tryggva Þórhallssonar forsætisráðherra, árið 1931, og tengd-
ust þingrofinu margfræga. Forustumenn íslenskra kommúnista eru
gagnrýndir, meðal annars fyrir að hafa stöðvað mótmælagöngu
frammi fyrir fámennum hópi lögreglumanna, og á það bent að með
þessu hafi þeir í raun fallist á lagatæknileg rök þess efnis að
aðgerðirnar skyldu miðast við lög og reglu. Afleiðingin væri sú að
verkafólk í Reykjavík gerði ekki nægilega skýran greinarmun á
stefnu kommúnista annars vegar og jafnaðarmanna hins vegar. Ís -
lenskir kommúnistar skyldu taka forystu í verkalýðsbaráttunni.45
Þór leggur ákveðnari merkingu í efni bréfsins. Hann leggur
áherslu á að þótt framkvæmdanefndin hafi fagnað þátttöku íslenska
flokksins í alþingiskosningum, hafi hún jafnframt gagnrýnt margt í
starfi hans og kallað eftir „mun meiri sóknarhörku“ í verkalýðs- og
sjálfstæðisbaráttunni, enda hafi flokknum mistekist að nýta sér
sóknarfærið sem bauðst í tengslum við þingrofsmálið. Síðan segir
Þór orðrétt:
Þá var flokkurinn víttur óbeinum orðum fyrir að forðast bardaga með
því að láta „smáfylkingu lögreglu“ stöðva göngu sína að heimili dóms-
málaráðherrans, þegar mótmælt var fangelsun fjórmenninganna úr
fyrsta Gúttóslagnum. Hugmynd um að tvístra fylkingu lögreglunnar
hefði verið lýst sem „ögrun“ og „uppreisn“. Afleiðingin hefði verið sú
að verkamenn, sem studdu Alþýðuflokkinn, hefðu sagt „að erfitt sé að
skilja muninn á milli flokks jafnaðarmanna og kommúnista“. Fram -
kvæmdanefndin gat ekki fordæmt meinta linkind Kommúnista flokks -
ins við lögregluna með harðari orðum en fólust í þessari samlíkingu.
Jafnaðarmenn töldust vera sjálf „höfuðstoð auðvaldsins“. Ef vilji og þor
skafti ingimarsson166
45 RGASPI. 495-31-113, bls. 50–53. Sjá íslenska þýðingu bréfsins í viðauka I.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 166