Saga - 2011, Blaðsíða 248
afhent fyrsta eintak ritsins við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu 30.
september síðastliðinn. Eftir tíu ára aðdraganda var loks árið 2001
undirritaður samningur milli Sögufélags og forsætisnefndar Al -
þingis um að ráðist yrði í útgáfu yfirréttardómsins. Þá var fyrir
nokkru lokið 17 binda útgáfu Alþingisbóka Íslands, sem út komu á
árunum 1912–1990 (78 ár). Hinn 13. mars 2009 var síðan gerður sam-
starfssamningur milli Sögufélags og Þjóðskjalasafns vegna útgáf-
unnar, en vinna vegna hennar hófst á safninu allnokkru fyrr. Í rit-
stjórn, sem skipuð var 2008, sitja fyrir hönd Þjóðskjalasafns Íslands
Hrefna Róbertsdóttir, sem fer fyrir nefndinni, og Eiríkur G. Guð -
mundsson og fyrir hönd Sögufélags Anna Agnarsdóttir og Már
Jónsson. Gunnar Sveinsson, skjalavörður við Þjóðskjalasafn Íslands
og útgefandi síðustu átta binda Alþingisbókanna, hóf uppskriftir
yfirréttarskjala árið 1995; eftir lát hans árið 2000 tók Björk Ingi -
mundardóttir skjalavörður við útgáfuvinnunni og með henni síð -
ustu ár hefur starfað Gísli Baldur Róbertsson sagnfræðingur. Í þessu
fyrsta bindi verksins er fræðileg ritgerð eftir Björk um sögu og starf-
semi yfirréttarins, fjöldi mynda af skjölum, innsiglum og undir-
skriftum, auk nokkurra teikninga frá Þingvöllum á fyrri öldum. Öll
fræðileg vinna hefur verið í höndum starfsmanna Þjóðskjalasafns -
ins. Yfirrétturinn á Íslandi var starfandi á árunum 1563–1800. Stefnt
er að því að gefa út heildarsafn varðveittra gagna frá yfirrétti og
aukalögþingum, en þau skjöl eru raunar hluti af sögu Alþingis hins
forna. Áætlað er að þetta heildarsafn varðveittra gagna frá yfirrétt-
inum komi út í átta bindum á næstu árum. Bregða skjölin ljósi á
stjórnsýslu, réttarfar og líf almennings á Íslandi á 18. öld.
Eitt smárit Sögufélags er væntanlegt á þessu ári: Ekkert nýtt, nema
veröldin. Bréfaskipti Gríms Thomsens og Brynjólfs Péturssonar í útgáfu
Aðalgeirs Kristjánssonar, sagnfræðings og fyrrverandi skjalavarðar,
og Hjalta Snæs Ægissonar bókmenntafræðings. Bókin er um 210
blaðsíður á lengd, myndskreytt og með nafnaskrá. Skáldið Grímur
Thomsen var á stöðugum ferðalögum á fimmta áratug nítjándu ald-
ar. Hann bjó um skeið í París, London og Brussel, heimsótti sögu slóðir
Napóleonsstríðanna, fylgdist grannt með leikhúslífi og bókmenntum,
sótti veislur með helstu fyrirmennum samtímans og tók virkan þátt
í dönskum stjórnmálum með rannsóknum sínum og greinaskrifum.
Hér birtast bréfaskipti hans og Fjölnismannsins Brynjólfs Péturssonar,
en í þeim má finna ferðalýsingar, bókmenntarýni, leikhúsdóma, lif-
andi umræðu um þjóðmál og hressandi slúður um samlanda þeirra
í Kaupmannahöfn, eins og segir í kynningunni í Bókatíðindum.
af aðalfundi sögufélags 2011248
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 248