Saga - 2011, Blaðsíða 106
Í aprílmánuði 1997 keypti Landsbanki Íslands helmingshlut
Brunabótafélagsins í VÍS. Við kaup Landsbankans gerðu bankinn og
S-hópurinn, sem réð fyrir hinum helmingshlutnum í félaginu, með
sér hluthafasamkomulag sem fól í sér að Landsbankinn fékk því
ráðið hver yrði stjórnarformaður en S-hópurinn valdi forstjóra, sem
var Axel Gíslason. Að auki setti Landsbankinn skilyrði um að
félagið yrði skráð á hlutabréfamarkað.
Hart var deilt um síðastnefnda atriðið næstu árin, en S-hópurinn
var andvígur skráningu félagsins á markað og vildi þess í stað að
Landsbankinn og VÍS yrðu sameinuð í eitt félag, enda ljóst að þar
með ykjust völd S-hópsins í fjármálalífinu til muna. Þá stefndi S-
hópurinn að því að kaupa ráðandi hlut í Landsbankanum. Yfirmenn
bankans voru þessu alla tíð andvígir, sem og stjórnmálamenn —
bankinn skyldi seldur fyrir opnum tjöldum í almennu útboði en
ekki „bakdyramegin“. Af þessum málum spratt nokkurra ára „tog -
streituferli“ milli Landsbankans og S-hópsins, eins og einn heimild-
armanna orðaði það.16 Að auki voru alls kyns eignaflækjur milli
félaganna í S-hópnum og talsverð átök þar innanborðs.
Sumarið 2002 krafðist S-hópurinn þess að hluthafasamkomulag-
inu frá 1997 yrði rift í ljósi forsendubrests, þar sem ríkið hygðist nú
selja bankana til kjölfestufjárfestis en ekki í dreifðri eignaraðild. Að
mati stjórnenda Landsbankans var þetta fyrirsláttur einn hjá S-
hópnum, enda hafði sú ákvörðun að selja hluti í bönkunum til kjöl-
festufjárfestis verið tekin árið áður.17
Þegar þarna var komið sögu settu framsóknarmenn sölu á VÍS til
S-hópsins sem skilyrði fyrir því að einkavæðingin héldi áfram. Þeir
heimildarmenn úr Landsbankanum sem höfundur hefur ráðfært sig
við segja Helga S. Guðmundsson, bankaráðsformann Landsbank -
ans, hafa haft áhyggjur af málinu, en þeir Helgi og Halldór Ásgríms-
björn jón bragason106
legar. Samvinnutryggingar gegndu ekki einasta lykilhlutverki við kaup S-
hópsins á Búnaðarbankanum, heldur var félagið síðar notað til að gíra upp
hlutabréfaverð í Existu og Kaupþingi á margra ára tímabili, en mál sem varða
þau félög eru nú til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna efnahags-
brota. Sjá „Samvinnutryggingum skipt upp milli fyrrverandi tryggingataka“,
Morgunblaðið 16. júní 2007, bls. 14; „Lagastofnun skoðar Samvinnutryggingar“,
Vef. www. mbl.is, 22. maí 2009, sótt í október 2011, og Skýrsla um starfsemi
Samvinnutrygginga g.t., eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga og dótturfélaga
(Reykja vík: Lagastofnun Háskóla Íslands 2009), bls. 111.
16 Viðtal. Höfundur við fyrsta ónafngreinda heimildarmann (úr bankakerfinu).
17 Sama heimild.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 106