Saga - 2011, Blaðsíða 160
mála félögum sínum um nauðsyn þess að kljúfa Alþýðuflokkinn og
stofna nýjan vinstrisinnaðan stjórnmálaflokk á Íslandi. En hann var
á móti því að stofna Kommúnistaflokkinn í þeirri mynd sem raun
varð á.24
Nú kann einhverjum lesendum að finnast umfjöllunin komin
langt frá hinu nýja verki Þórs. En því er hér á þetta minnst að Þór
hefur sjálfur bent á þessar þingræðislegu skoðanir Einars, fyrir rúm-
um 30 árum.25 Með það í huga er furðulegt að hann skuli sneiða hjá
þessum staðreyndum í bókinni. Túlkun Þórs á pólitískum viðhorf-
um Einars er líka næsta sérkennileg, enda birtist Einar lesendum í
hlutverki forherts byltingarmanns sem á sér þann draum helstan að
taka völdin í landinu, helst með blóðugri byltingu, og gera síðan
upp sakirnar við pólitíska andstæðinga sína, og þá sérstaklega
sjálfstæðismenn. Þá á þessi „framtíðarsýn“ Einars að skýra nauðsyn
þess „að ungir flokksmenn hans sæktu kennslu í vopnaburði, hern -
aðar list og neðanjarðarstörfum hjá Komintern“ og einnig „brýna
þörf flokksins fyrir bardagalið og ástæðuna til þess að hópur nokk-
urra innvígðra flokksmanna tók senn að safna vopnum“.26
Þegar saga íslenskrar kommúnistahreyfingar er skoðuð í sam-
hengi við átök kreppuáranna sést hversu fjarstæðukenndar þessar
fullyrðingar Þórs eru. Skömmu eftir stofnun Kommún istaflokksins
fluttist Einar búferlum frá Akureyri og hellti sér út í flokksstarfið og
verkalýðsbaráttuna í höfuðstaðnum.27 Grundvallar viðhorf hans,
sem var að íslenskir kommúnistar gætu háð baráttu sína á þing -
ræðis legum grunni, var hins vegar óbreytt. Þetta kom strax fram í
deilunum innan Kommúnistaflokksins á árunum 1932–1934, sem
kenndar eru við „réttlínutímabilið“, en þær snerust um það hvort
kommúnistar ættu að leita eftir pólitísku samstarfi við jafnaðarmenn
í Alþýðuflokknum og voru þannig í raun framhald þeirrar valda-
baráttu sem háð hafði verið innan flokksins. Aftur skiptust menn í
tvo hópa. Annar hópurinn fylgdi þeim Einari og Stefáni Pjeturssyni,
sem nú var loks kominn heim frá námi í Þýskalandi, og hinn hóp-
skafti ingimarsson160
24 Fundargerð ráðstefnu íslenskra kommúnista haldin á Jaðri við Reykjavík
18.–21. febrúar 1929 (ljósrit í vörslu höfundar).
25 Þór Whitehead, Kommúnistahreyfingin á Íslandi, bls. 66 og 86 (neðanmálsgreinar).
26 Þór Whitehead, Sovét-Ísland, óskalandið, bls. 206–207.
27 Um stjórnmálastarf Einars á Akureyri sjá Einar Olgeirsson, Kraftaverk einnar
kynslóðar, bls. 59–175; Sólveig Kr. Einarsdóttir, Hugsjónaeldur. Minningar um
Einar Olgeirsson (Reykjavík: Mál og menning 2005), bls. 157–303.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 160