Saga - 2011, Blaðsíða 89
(1262–1550). Málin þróuðust á enn verri veg eftir siðbreytinguna
vegna áhrifa erlendra konunga og fulltrúa einveldisríkis. Eftir niður-
lægingartímabil (1550–1750) fór að rofa til um miðbik 18. aldar og
leiddi það til endurreisnartímabils, endurfæðingar þjóðartilfinning-
ar og í reynd þjóðarinnar sjálfrar. Erlendir menn uppgötvuðu hinar
ís lensku miðaldir og áttuðu sig á að þar var að finna rætur bæði nor-
rænnar og germanskrar menningar.
Samanburður Jóns Aðils á gullöld Íslendinga og hinnar dýrlegu
fornaldar Grikkja gat aðeins haft áhrif ef lesendurnir þekktu til
„kjörmyndar Hins“ (e. idealized Other) sem fólgin var í samlíking-
unni. Í þessu ljósi má segja að saga Forn-Grikkja hafi fært íslenskri
þjóðernisstefnu nýtilegan efnivið í baráttunni fyrir sjálfstæði þjóðar-
innar. Þótt hugmyndafræði íslenskra Grikklandsvina gæti ekki
komið í veg fyrir óhjákvæmilegan ósigur grísk-klassískrar mennt-
unar á Íslandi, setti hún óafmáanlegt mark sitt á sjálfsmynd og sögu-
vitund Íslendinga. Sjálfsmyndir Íslendinga sem arftaka hellenskrar
menningar voru greinilega mótaðar af hugmyndum þeirra um
Hellas suðursins. Orðræðan bar saman íslenskuna og bókmennta-
arfleifð Íslendinga í útópískum hugtökum sem minntu á gullöld
Grikkja.
Þótt notkun orðsins Hellas hafi verið umdeild á Íslandi í upphafi
20. aldar,101 hafði orðið náð að festa sig í sessi102 sem og hið innflutta
slagorð um Ísland sem Hellas norðursins. Hugmyndinni um að
grísk-rómversk arfleifð … 89
101 Í umfjöllun Sigfúsar Blöndal um bók Þorleifs H. Bjarnasonar, Fornaldarsaga
handa æðri skólum (Reykjavík: Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar 1916),
segir m.a.: „Því að vera að innleiða í íslenzka kenslubók nöfnin Hellas og
Hellenar, þar sem landið og þjóðin hefur altaf á íslensku heitið Grikkland og
Grikkir?“ Litlu síðar segir Sigfús: „mér vitanlega er í öllum málum, sem ég
þekki til, hinar myndirnar, dregnar af latn. orðunum Græcus og Græcia, hér-
umbil altaf notaðar, og Hellenar og Hellas aðeins í skáldamáli, en í óbundnu
máli aðeins, þegar mikið er borið í, eða alveg sérstakar ástæður fyrir hendi“
(„Ritsjá“, Eimreiðin 23 (1917), bls. 178–180). Sigfús er einnig gagnrýninn á arf-
sögnina um stríðið í Laugaskarði: „Á bls. 30 tekur höfundur upp ýkjur
Heródóts og annarra fornhöfunda um her Persa í stríðinu gegn Grikkjum.“
102 Einnig má finna dæmi um að orðin Hellas og Grikkland hafi verið notuð að því
er virðist án merkjanlegs munar í sama samhengi, t.a.m. í kvæðinu „Hellenzkur
draumur“. Höfundurinn notar orðið Grikkland er hann vísar til Saffóar og
gullaldar sönglistarinnar. Síðan segir hann: „Og ljúft mundi hugurinn hneig-
jast á leið / Til hellenzkrar sælu / Frá ‚ultima Thule‘ um skammdegis skeið /
Og skakviðra fælu“ (Steingrímur Thorsteinsson, „Nokkur kvæði“, Eimreiðin
9 (1903), bls. 163–166).
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 89