Saga - 2011, Blaðsíða 112
Kaldbaki stóðu máttarstólpar norðlensks viðskiptalífs. Þetta voru
Samherji, Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri (KEA) og Lífeyrissjóður
Norðurlands, auk smærri aðila. Valgerður tengdist sjálf KEA nán-
um böndum, því hún starfaði um hríð sem ritari Vals Arnþórssonar
kaupfélagsstjóra og þá sat hún um árabil í stjórn SÍS fyrir hönd
KEA. Kaupfélag Eyfirðinga hafði lengi verið meðal allra stærstu
fyrirtækja landsins og notið töluverðrar sérstöðu innan samvinnu-
hreyfingarinnar. Í sambandi við fyrirhuguð kaup Kaldbaks á Bún -
aðar bankanum var meira að segja rætt um að flytja höfuðstöðvar
bankans til Akureyrar. Kaldbaksmenn töldu sig þó ekki njóta sömu
velvildar ráðamanna og S-hópurinn, enda þótt félag þeirra væri eitt
öflugasta fjárfestingafélag landsins, en eignir þess námu rúmum 37
milljörðum króna í árslok 2002.35 Félagið hafði þá markað sér þá
stefnu að verða þátttakandi í einkavæðingu bankanna.
Eiríkur S. Jóhannsson segir einkavæðingarferlið hafa verið „rugl
frá upphafi til enda.“ Breytingin frá dreifðri eignaraðild til kjölfestu -
fjárfestis hafi verið í meira lagi hæpin, en hún beri það með sér að
menn hafi ákveðið að „útdeila verðmætum með tilteknum hætti“.36
Þegar Eiríkur S. Jóhannsson er spurður að því hvers vegna þeir hafi
samt sem áður haldið áfram þátttöku í einkavæðingarferlinu segir
hann: „Við gátum ekki látið menn komast upp með þetta svona létt.
Kaldbakur átti, sem stórt fjárfestingafélag, rétt á að fá að taka þátt
og því settum við okkur það markmið að gera stjórnvöldum erfiðara
fyrir.“37
Þegar komið var að einkavæðingu Búnaðarbankans var það
orðið vandamál Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknar -
flokksins. Vilji forystumanna í Framsóknarflokknum stóð til þess að
sameina S-hópinn og Kaldbak, en í huga Kaldbaksmanna kom slík
sameining ekki til greina. Þeir lögðu áherslu á að afmá pólitísk
tengsl sín og að markmið þeirra væri aðeins að byggja upp stórt og
öflugt fjárfestingafélag. Framsóknarmenn voru þó reiðubúnir að
leggja mikið á sig svo sameining tækist. Halldór Ásgrímsson átti
símafund með fulltrúum beggja hópa, Þórólfi Gíslasyni, kaup-
félagsstjóra í Skagafirði og forystumanni í S-hópnum, Eiríki S.
Jóhannssyni og fleirum. Ólafur Ólafsson kom inn á símafundinn í
björn jón bragason112
35 Ársreikningur SNS — eignarhaldsfélags fyrir árið 2002. Þeir ársreikningar sem
vísað er til í greininni eru fengnir hjá hlutafélagaskrá ríkisskattstjóra.
36 Viðtal. Höfundur við Eirík S. Jóhannsson, 11. maí 2010.
37 Sama heimild.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 112