Saga - 2011, Blaðsíða 184
rök séu fyrir því að Stalín hafi litið svo á að griðasáttmálinn væri
einhvers konar fyrirboði heimsbyltingar, og vísar hún í áðurnefnd
skrif Gorodetskys máli sínu til stuðnings.107 Með þetta í huga er
óhætt að segja að lýsing Þórs á stefnu Sósíalistaflokksins á stríðs -
árunum orki tvímælis. Það er rétt hjá Þór að flokkurinn tók skýra
afstöðu með Sovétríkjunum í styrjöldinni, fylgdi fast þeirri skil-
greiningu að styrjöldin væri í eðli sínu „heimsvaldastríð“ og hélt í
framhaldi af því uppi harðri gagnrýni á stríðsreksturinn, þar á
meðal vesturveldin. En stefna íslenskra sósíalista á þessum árum
var engin byltingarstefna, enda litu forustumenn þeirra svo á að
Þýskaland nasismans væri, þrátt fyrir allt, höfuðandstæðingurinn,
en breska „fjármálaauðvaldið“ litlu betra.108 Það er því oftúlkun að
halda því fram að með baráttu sinni á árunum 1939–1941 hafi
íslenskir sósíalistar gengið til liðs við nasismann í baráttunni við
vesturveldin. Það gerði Stalín aldrei fullkomlega og íslenskir sósía-
listar þaðan af síður.
Lýsingar Þórs og túlkanir á nokkrum atburðum stríðsáranna eru
líka umdeilanlegar, enda virðist hann þess fullviss að „hernaðar-
mikilvægi Íslands“ hafi verið „til sífelldrar athugunar á milli Komm -
únistaflokks Íslands og yfirvalda í Moskvu í ljósi þess hlutverks sem
K.F.Í. var ætlað í áætlunum Kominterns um baráttu gegn „auð valds -
ríkjunum“ í ófriði“.109 Þá eiga forustumenn ís lenskra kommúnista
að hafa, allt frá árinu 1920, „haft hugfastan spádóm Leníns um
mikilvægi Íslands sem flugbækistöðvar í átökum Sovét-Evrópu og
Ameríkuauðvaldsins“.110 Eitt þeirra mála sem Þór setur óhikað í
þetta samhengi er dreifibréfsmálið margfræga, en þar sér hann
glöggt samhengi „á milli fyrirmæla Kominterns um stríðs undir -
búning K.F.Í. og átaka, sem kommúnistar efndu hér til við breska
setuliðið í síðari heimsstyrjöld.“111 Í framhaldinu lýsir hann málinu
síðan sem „skólabókardæmi úr neðanjarðar- og samsærisnáminu
skafti ingimarsson184
107 Zara Steiner, The Triumph of the Dark. European International History, 1933–1939
(Oxford: Oxford University Press 2011), bls. 913. Sjá einnig Zara Steiner, The
Lights that Failed. European International History, 1919–1933 (Oxford: Oxford
University Press 2005). Verkið er fræðilegt afrek, en samtals eru bæði bindin
rúmlega 2000 blaðsíður.
108 Einar Olgeirsson, Ísland í skugga heimsvaldastefnunnar, bls. 89–91, og Einar
Olgeirsson, Kraftaverk einnar kynslóðar, bls. 373–377.
109 Þór Whitehead, Sovét-Ísland, óskalandið, bls. 118 (neðanmálsgrein).
110 Sama heimild, bls. 395.
111 Sama heimild, bls. 118.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 184