Saga - 2011, Blaðsíða 66
viðmið því þar má finna sanna dyggð og sanna þekkingu sem mót-
vægi við mannlega bresti og menningarhnignun. Í þessari orðræðu
er smám saman farið að líta á afmarkað tímaskeið í mannkynssög-
unni sem eina heild, í þessu tilviki „gullöld“ sem allar þjóðir eiga að
reyna að taka mið af. Menningarleg þjóðernishyggja Íslendinga og
endurreisn bókmenntaarfs og tungumáls „þjóðarinnar“ hafði nú
fengið upp í hendurnar viðmið sem bera mátti hinn þjóðlega nor-
ræna arf saman við.
Menningarblöndun — „hybridity“
Á öndverðri 19. öld leitaði spurningin um þróun og skyldleika
tungumála mjög á fræðimenn. Danski málfræðingurinn Rasmus
Christian Rask varð hugfanginn af íslenskri tungu er hann taldi vera
upphaflegt og sameiginlegt tungumál Skandinava.25 Þegar Rask
heimsótti Ísland í upphafi annars áratugar 19. aldar heyrði hann
mjög dönskuskotna íslensku. Til að sporna við „útvötnun“ íslensk-
unnar vann Rask að því að stofna Hið íslenska bókmenntafélag árið
1816 en tilgangur félagsins var m.a. að gefa út bækur á íslensku.
Ástæða er til að ætla að Rask hafi haft áhrif á Sveinbjörn Egilsson en
hann og aðrir kennarar Bessastaðaskóla reyndu að vekja áhuga
nemenda á íslenskri tungu, t.d. með kennsluaðferðum sínum. Í tím-
um lásu þeir íslenskar þýðingar sínar á klassískum textum, sem
nemendur áttu síðan að reyna að þýða sjálfir.26 Nemendur fóru í
clarence e. glad66
25 Harðvítug deila átti sér stað um þessa tilgátu milli Rasks og Grimmsbræða. Sjá
Kirsten Gomard, „A Nationalist Controversy about Languages: Were the
Languages in the Nordic Countries Nordic?“, Northbound. Travels, Encounters,
and Constructions 1700–1830. Ritstj. Karen Klitgaard Povlsen (Aarhus: Aarhus
University Press 2007), bls. 195–217; og Ímyndir og ímyndafræði. Greinasafn. Ritstj.
Clarence E. Glad, (Reykjavík: INOR — Ísland og ímyndir norðursins & Reykja -
víkurAkademían 2011), bls. 103–118. Áþekkar hugmyndir höfðu þá þegar verið
settar fram í CrymogæaArngríms Jónssonar. Sjá Arngrímur Jónsson, Crymogæa.
Þættir úr sögu Íslands (Reykjavík: Sögufélag 1985), bls. 96 og 103.
26 Latínukennarinn Hallgrímur Scheving nýtti sér einnig þessa kennsluaðferð en
vitað er að hann hafði einnig mikil áhrif á nemendur sína. Sjá Grímur Thomsen,
„Úr fórum Gríms Thomsens“, Skírnir 95 (1921), bls. 88: „Dr. Scheving var sann-
ur Rómverji, einskonar íslenzkur Cató, strangur og rjettlátur bæði við sig og
aðra; sjálfsagt einn hinn latínulærðasti maður á sinni tíð, og með þeim lærðustu
í fornmáli voru og bókmenntum; strangur og alvörugefinn í kennslutímunum,
en ljúfur og ræðinn þar fyrir utan við skólalærisveinana sem aðra; …“
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 66