Saga - 2011, Blaðsíða 190
Afleiðingin er sú að lesandinn er í raun engu nær um þróun
hreyfingar íslenskra kommúnista á fyrri hluta 20. aldar að lestrinum
loknum. Við lok síðari heimsstyrjaldar var hreyfing íslenskra sósíal-
ista orðin fjórða stærsta hreyfing sinnar tegundar í Vestur-Evrópu,
enda greiddu 15–20 prósent Íslendinga henni að jafnaði atkvæði sitt
í alþingiskosningum á tímum kalda stríðsins.124 Eitt helsta verkefni
allra fræðimanna sem fást við sögu íslenskrar kommúnistahreyf-
ingar á 20. öld hlýtur að vera að útskýra hvernig á þessu stóð. Við
þessu veitir bók Þórs hins vegar engin svör, enda ljóst að þessi
staðreynd verður aldrei útskýrð með vísan til Moskvuhollustu
íslenskra kommúnista og sósíalista eða meints vopnaburðar þeirra.
Þessu til staðfestingar má benda á tvö atriði. Í fyrsta lagi hefur
þjóðernishyggja verið mjög áhrifamikil í stjórnmálalífi þjóðarinnar
og öll tengsl íslenskra stjórnmálaflokka við erlent vald því litin
hornauga. Og í öðru lagi hafa Íslendingar um aldaraðir verið vopn-
laus þjóð, hafa langflestir andúð á hverskonar hernaðarbrölti og
vopnaskaki og hefðu því aldrei greitt íslenskum sósíalistum atkvæði
sitt á kaldastríðsárunum ef Einar, Brynjólfur og félagar þeirra í for-
ustusveit Kommúnistaflokksins og Sósíalistaflokksins hefðu verið
þeir „ofbeldismenn“ sem Þór vill vera láta.
Staðreyndin er líka sú að íslenskir kommúnistar og sósíalistar
beittu aldrei skotvopnum í baráttu sinni hér á landi, hvorki á
kreppuárunum né í kalda stríðinu. Og í einu skiptin sem eggvopn-
um var beitt voru þau notuð til að skera á kaðal, er liðsmenn
Steingríms Jónssonar, bæjarfógeta á Akureyri, strengdu yfir Torfu -
nefsbryggju þegar Nóvudeilan stóð sem hæst árið 1933, og á bruna-
slöngu sem notuð var til að dæla vatni á kommúnista í Detti foss -
slagnum á Siglufirði árið 1934. Þetta er allt og sumt. Og varla þurftu
íslenskir kommúnistar að fara til Moskvu til að læra slíkt.
Seinna atriðið lýtur að vanda Þórs við að halda eðlilegri fjarlægð
frá viðfangsefninu. Þetta vinnulag hefur hann áður útskýrt, meðal
annars með þeim orðum að hann tilheyri ekki þeim hópi sagn -
fræðinga „sem trúa því, að þeir geti hafið sig ofar samtíð sinni og
skoðunum og fjallað um málin af óskilgreindu „hlutleysi“. Ég hef
ákveðin viðmið, sem ég tel óheiðarlegt að leyna. Takmark mitt er
ekki að vera „hlutlaus“, heldur leita að sannleika og skýra hann.“125
skafti ingimarsson190
124 Neal R. Tannahill, The Communist Parties of Western Europe. A Comparative
Study (Westport: Greenwood Press 1978), bls. 247–264.
125 Þór Whitehead, Ófriður í aðsigi, bls. 9.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 190