Saga - 2011, Blaðsíða 200
stuttu síðar, þegar höfundur ritar: „Ritgerðin er eigindleg rannsókn á sögu
híbýlahátta og hönnunar með þverfaglegri nálgun þar sem fræðileg sjónar-
horn sem kynnt voru hér á undan eru höfð að leiðarljósi“ (bls. 27). Er þarna
um að ræða mikilvæga þætti sem tengja skrif höfundar við fræðilega
umræðu og vekja lesandann til umhugsunar um efnið í stærra samhengi.
Eftir því sem heimildirnar eru kynntar til leiks og sagan rakin, verður
það að teljast miður að ekki sé fylgt eftir hugmyndum þeirra kenning-
arsmiða sem teknar voru til umræðu í inngangi. Á nokkrum stöðum (t.d.
bls. 181, 182, 187 og 226–7) er vísað aftur í skrif Baudrillard en á fremur yfir-
borðskenndan hátt. Sama á við um tilvísun í Bourdieu (bls. 230). Höfundur
velur að taka ekki markvisst fyrir greiningu á þeim gögnum sem lögð eru
fram og tengja við kenningarnar. Efniviðurinn og umfang rannsóknarinnar
gefur þó sannarlega tilefni til þess og hefði slík úrvinnsla gefið þessu verki
aukið gildi innan fræðanna.
Í inngangi er einnig bent á mikilvægi kyngervis í rannsóknum af þessu
tagi (bls. 16), og er áhugavert að beita þeirri nálgun á viðfangsefnið. Höf undur
virðist þó líta svo á að í þessu felist eingöngu að draga fram „hlut bæði karla
og kvenna við mótun nútímahugmynda um híbýlahætti og húsbúnað á
Íslandi“ (bls. 22). Er því sannarlega fylgt eftir í textanum, en ýmsir möguleik-
ar á greiningu með hliðsjón af kyngervi eru samt sem áður van nýttir.
Áhrif neytenda koma ekki skýrt fram í textanum, og er það ákvörðun
höfundar að þau séu í bakgrunni. Þó greinir höfundur frá því að þær rann-
sóknir sem mynda að einhverju leyti grundvöll fyrir þetta verk hafi tekið
þverfaglega á viðfangsefninu og t.d. „áhersla lögð á að skoða samspil lista-
manna, smiða og hönnuða við iðnaðarframleiðsluna og hvernig fram-
leiðendur og neytendur brugðust við nýjungunum sem fylgdu módernism-
anum“ (bls. 21). Þá segir höfundur jafnframt: „Hönnunarsagan er hér
skoðuð að verulegu leyti út frá framleiðslu-neyslulíkani (e. production-cons-
umption model) John A. Walkers sem leitast við að tengja hina einstöku þætti
í eina heild, allt frá hönnun, frumgerðasmíði og framleiðslu til dreifingar
(miðlunar) og neyslu efnislegra hluta“ (bls. 21). Af ritgerðinni að dæma
mætti skilja viðfangsefnið sem svo að hönnuðir og frumkvöðlar á þessu
sviði hafi verið aðalgerendurnir í þeirri sögu sem sögð er. Hvaða ástæður
eru fyrir því að doktorsefnið velur að afmarka viðfangsefnið á þennan hátt
og setja neyslu í bakgrunninn? Þar sem ritgerðin sýnir nánast eingöngu
framleiðsluhlið viðfangsefnisins mætti einnig spyrja hvaða hlutverki neyt-
endur gegndu í þróun hönnunar á Íslandi á þessum tíma.
Í niðurstöðukafla ritgerðarinnar eru dregin saman helstu atriði sem höf-
undur hefur sett fram á grundvelli þeirra heimilda sem hún byggir á, og má
segja að það sé aðeins ítarlegri samantekt en er að finna við lok hvers kafla
fyrir sig. Söguþræðinum sem höfundur hefur skapað er lyft upp til að vekja
athygli á því sem gerðist á þessu sviði á umræddu tímabili. Í niðurstöðum
er þannig gerð grein fyrir því sem höfundur lagði upp með, þ.e. að kanna
„hvaða stöðu hönnun hafði hér á landi og að hvaða marki alþjóðlegir
anna lísa rúnarsdóttir200
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 200