Saga - 2011, Blaðsíða 123
Erlendur aðili hafði annast ráðgjöf fyrir S-hópinn og var hann á
vegum alþjóðlegs ráðgjafafyrirtækis, en þó ekki Société Générale
eins og svo margoft hafði þó verið nefnt. Einn stjórnenda í Búnaðar -
bankanum orðaði það svo í samtali við höfund að þessum manni
hefði verið „plantað niður hjá okkur“. Að lokinni einkavæðingunni
kom erlendi ráðgjafinn með reikning til Árna Tómassonar, banka-
stjóra Búnaðarbankans, fyrir vinnu við ráðgjöf fyrir S-hópinn. Sá
reikningur „hljóp á hundruðum milljóna króna“.72 Árni harð neitaði
að greiða reikninginn, enda var hann rekstri Búnaðar bank ans óvið -
komandi. Fór svo að lokum að Eignarhaldsfélagið Sam vinnu trygg -
ingar greiddi kostnað vegna þessarar ráðgjafar.73 Árni starfaði ekki
mikið lengur með hinum nýju eigendum.
Þeir yfirmenn Búnaðarbankans frá þessum tíma sem höfundur
hefur rætt við kveðjast hafa átt ágætt samstarf við hina nýju eig-
endur, en þó hafi legið fyrir við sameiningu Búnaðarbankans og
Kaupþings að ekki yrði rúm fyrir þá. Búnaðarbankamenn áttu þó
lítil samskipti við fulltrúa Hauck & Aufhäuser, en ekki mun hafa
hvarflað annað að mönnum á þeim tíma en að Þjóðverjarnir væru
raunverulegir eigendur. Búnaðarbankamenn leituðu til þýska bank-
sagan af einkavæðingu búnaðarbankans 123
tengslum við sölu hlutabréfanna sagði Ólafur Ólafsson að Hof hefði ákveðið
að selja hlutabréfin „vegna þess að það hafi aldrei ætlað sér að vera í flutn-
ingastarfsemi til langframa“. Hér hallaði Ólafur réttu máli. Jón Pálmason, son-
ur Pálma í Hagkaupum, Gunnar Jóhannsson og Þorsteinn Már Baldvinsson
seldu hluti sína í Samskipum árið 1995 vegna þess að Ólafur hafði leynt þá því
að hann var sjálfur eigandi að helmingi hlutafjár í NAT, North Atlantic
Transport.
Annað dæmi sem svipar til hinna fyrri varðar málefni sjeiksins Mohamed
bin Khalifa Al-Thanis, bróður emírsins af Quatar, en þeir Ólafur eru vinir og
veiðifélagar. Félög í eigu Ólafs og sjeiksins Al-Thanis lánuðu félaginu Q
Iceland Finance, sem er í eigu Al-Thanis, 26 milljarða króna til kaupa á hlut-
num í Kaupþingi. Í kjölfar tilkynningar um að sjeikinn hefði hug á að gerast
stór hluthafi í bankanum tilkynntu stjórnendur bankans að um traustyf-
irlýsingu við bankann væri að ræða. Lán Q Iceland Finance var fjármagnað
með láni frá Ólafi Ólafssyni sem aftur fékk lán frá Kaupþingi. Ólafur var þó
ekki í persónulegum ábyrgðum vegna þessara viðskipta heldur voru aðeins
tekin veð í þeim hlutabréfum í Kaupþingi sem keypt voru. Sjá „Ný fyrirtæki
inn í Samskip“, Morgunblaðið 10. júlí 1994, bls. 4; „Hlutabréf Hofs í Samskipum
til sölu“, Morgunblaðið. Viðskiptablað 16. nóvember 1995, bls. 1; „Mun skipta
miklu máli fyrir Kaupþing“, 24 stundir 23. september 2008, bls. 2, og ónafn-
greindir heimildarmenn.
72 Viðtal. Höfundur við fjórða ónafngreinda heimildarmann (úr bankakerfinu).
73 Viðtal. Höfundur við Eirík S. Jóhannsson, 11. maí 2010.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 123