Saga - 2011, Blaðsíða 120
Salan til S-hópsins
Hinn 15. október 2002 var undirrituð viljayfirlýsing (Head of Agree -
ment) um kaup S-hópsins á 45,8 prósentum hlutafjár í Búnaðar -
bankanum. Þar segir að kaupendahópurinn samanstandi af Eglu,
sem verði í eigu Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga og hugsan-
lega Société Générale eða annarrar alþjóðlegrar fjármálstofnunar, en
að auki komi að hópnum Samvinnulífeyrissjóðurinn, Vátrygginga -
félag Íslands og hugsanlega Société Générale með beinum hætti eða
önnur alþjóðleg fjármálastofnun.61 Finnur Ingólfsson undirritaði
þetta samkomulag fyrir hönd VÍS.
Á sama tíma stóð fyrir dyrum einkavæðing Landsbankans, en
skömmu áður en Samson tók við stjórnartaumum í bankanum var
gengið frá lánveitingum Landsbankans til S-hópsins, sem skiptust
svo:
Félag Upphæð Lántökugjöld
Egla 3.000 milljónir króna 0 krónur
Ker 2.800 milljónir króna 0 krónur
Samvinnutryggingar 1.200 milljónir króna 0 krónur.
Samtals 7.000 milljónir króna 0 krónur.62
Lánin voru veitt á afar hagstæðum vaxtakjörum, eða 1,4 prósent yfir
LIBOR, og voru kúlulán til tveggja ára.63 Þeim var ætlað til að greiða
fyrir 6,7 milljarða króna afborgun S-hópsins, sem samkvæmt samn-
ingnum skyldi innt af hendi innan þrjátíu daga frá undirritun.
björn jón bragason120
61 ÞÍ. Skjalasafn rannsóknarnefndar Alþingis. Head of Agreement. Samkomulag
milli Eglu ehf., Samvinnulífeyrissjóðsins, Vátryggingafélags Íslands og fram-
kvæmdanefndar um einkavæðingu, dags. 16. nóvember 2002.
62 Minnisblað frá Landsbanka Íslands hf. í vörslu höfundar.
63 LIBOR er skammstöfun og stendur fyrir London Interbank Offered Rate og vísar
til þeirra vaxta sem í boði eru á lánum á millibankamarkaði í Lundúnum.
LIBOR-vextir gefa til kynna lánskjör í viðskiptum mjög traustra banka, en aðrir
lántakendur þurfa jafnan að greiða hærri vexti, en það er kallað álag á LIBOR
og er reiknað í punktum, þar sem einn punktur er einn hundraðshluti úr pró-
sentustigi.
Svokölluð kúlulán (e. bullet loan) eru oftast langtímalán þar sem engin
afborgun á sér stað fyrr en við lok lánstímans. Vextir slíkra lána eru ýmist
greiddir reglulega eða endurlánaðir og bætast þeir þá við höfuðstól lánsins.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 120