Saga - 2011, Blaðsíða 30
bráðri hættu á að verða ástfangnir af (og um leið blindir gagnvart)
viðfangsefni sínu.11 Breski félagsfræðingurinn Liz Stanley lagði til
hugtakið sjálfs/ævisaga (e. auto/biography) sem leið til þess að ná yfir
og gangast við hinu flókna og oft nána sambandi fræðimannsins og
söguhetjunnar, og er hugtakinu ætlað að lýsa í senn ferlinu við að
rannsaka og skrá líf og niðurstöðunni (ævisögunni) sjálfri.12
En hvað er þá ævisaga? Er nokkur leið að svara þeirri spurningu
eða yfirhöfuð hvernig ævisaga á að vera? Ef litið er til þeirra fræði -
legu ævisagna sem komið hafa út hér á landi allra síðustu ár eru
sjónarhornin og aðferðirnar afar mismunandi.13 Á sviði sagn fræði
hefur umræða um slík verk verið sáralítil og þar sem ég hef nú sjálf
í hyggju að skrifa ævisögu fremur óþekktrar 19. aldar konu velti ég
því fyrir mér hvaða kröfur séu gerðar til hinnar sagnfræðilegu ævi-
sögu, hvort einstaklingurinn í sjálfum sér sé fullnægjandi viðfangs-
efni eða hvort hún verði að fela í sér samfélagslega skírskotun — að
ævisaga verði því aðeins einhvers virði að hún vísi út fyrir sjálfa sig
og einstaklinginn sem er til rannsóknar — þ.e. hvort henni sé ætlað
að varpa ljósi á tímabil, samfélag, stéttarstöðu. Sé svo hefur einstak-
lingurinn, kannski einkum ef hann er óþekkt kona, ekki gildi í sjálf-
um sér heldur því sem hann stendur fyrir í víðara samhengi.
Kveikjan að þessum hugleiðingum eru m.a. orð sem skrifuð voru
um bók Sigrúnar Pálsdóttur, Þóru biskups, sem út kom árið 2010. Í
ritdómi segir: „Fullt gagn er ekki af riti Sigrúnar, það nær of skammt
í breiðari skoðun á samfélaginu. Henni tekst ekki að bregða nema
þröngu ljósi á það svið sem hún hefur kosið sér: aðferðin er ævi-
söguleg en í þrengra lagi.“14 Ég spyr á móti hvort ævisaga/ævi-
söguritun eigi endilega að fela í sér „breiða skoðun á samfélaginu“.
Af því sem hér hefur verið rakið um skort á kenningarlegri og
aðferðafræðilegri umfjöllun um ævisögur (kemur afar skýrt fram í
hvað er ævisaga?30
11 Jill Lepore, „Historians Who Love Too Much: Reflections on Microhistory and
Biography“, The Journal of American History 88:1 (2001), bls. 129–144.
12 Liz Stanley, The Auto/biograhical I. The Theory and Practice of Feminist Auto/
Biography (Manchester: Manchester University Press, [1992] 1995), bls. 3 og
240–256.
13 Sjálf hef ég gagnrýnt fáeinar ævisögur fyrir Sögu en ítarlegasta umfjöllun og
yfirlit yfir íslenskar fræðilegar ævisögur má finna í bók Sigurðar Gylfa Magn -
ús sonar, Fortíðardraumar. Sjálfsbókmenntir á Íslandi. Sýnisbók íslenskrar alþýðu -
menningar 9 (Reykjavík: Háskóla útgáfan 2004), bls. 95–126.
14 Páll Baldvin Baldvinsson, „Raunir Þóru Pétursdóttur“, Fréttatíminn 12.–14.
nóvember 2010, bls. 44.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:49 AM Page 30