Saga - 2011, Blaðsíða 128
Um líkt leyti og greint var frá málefnum er vörðuðu einka -
væðinguna í Fréttablaðinu hélt Vilhjálmur Bjarnason, aðjunkt við
viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, því fram að Fjármála -
eftirlitið hefði verið blekkt þar sem S-hópurinn hefði í raun ráðið
þeim hlut sem Hauck & Aufhäuser var skráður fyrir. Vilhjálmur
benti meðal annars á að eignarhlutur þýska bankans kæmi ekki
fram í ársreikningum hans. Taldi hann að þýski bankinn hefði
aðeins verið fjárvörsluaðili og aldrei ráðið neinu um þennan meinta
eignarhluta, heldur einhver innan Kers eða hugsanlega Kaup -
þings.91
Af þessu tilefni barst tilkynning frá Peter Gatti, framkvæmda-
stjóra þýska bankans, þar sem sagði meðal annars: „Við lýstum því
yfir í upphafi að við kæmum að þessu sem hvati að einkavæðingu í
íslenska bankakerfinu.“ Hann bætti því við að þýski bankinn hefði
staðið við skuldbindingar sínar „og gott betur“. Það ylli sér von-
brigðum að efasemdum væri sáð um heilindi bankans. Að öðru leyti
varðist Peter Gatti allra frétta af viðskiptum með bréf Hauck &
Aufhäuser í Eglu og bar við bankaleynd.92
Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Eglu, sendi líka frá sér tilkynn -
ingu af sama tilefni og sagði ekkert hæft í ummælum Vilhjálms.
Kristinn sagði eðlilegt að ekki fyndust upplýsingar í ársreikningi um
að Hauck & Aufhäuser hafi verið hluthafi í Búnaðarbankanum, þar
sem þýski bankinn hafi ekki átt hlut í bankanum beint, heldur í
gegnum Eglu.93 Umfang eignarhlutar þýska bankans í Eglu var þó
slíkt að hans hefðu átt að sjást merki í bókum bankans.
Ávirðingar Vilhjálms vöktu mikið umtal og var ríkisendur -
skoðun falið að kanna þær sérstaklega. Stofnunin skilaði loks áliti
sínu í bréfi til fjárlaganefndar vorið 2006.94 Þar var tilgreint að þýski
bankinn hafi ekki talið þörf á því að greina frá kaupunum til þýska
fjármálaeftirlitsins þar sem lagaskylda hafi ekki kallað á slíkt.
Annars taldi ríkisendurskoðun litla ástæðu til að reifa málið ofan
í kjölinn og vísaði til fylgiskjala og sagði að
björn jón bragason128
91 „Þýski bankinn aldrei hluthafi í Búnaðarbankanum“, Morgunblaðið 27. júní
2005, bls. 2.
92 ÞÍ. Skjalasafn rannsóknarnefndar Alþingis.Tilkynning frá Peter Gatti. Ágúst
2005.
93 Vef. „Yfirlýsing frá Eglu vegna umfjöllunar um aðild Hauck & Aufhäuser að
fyrirtækinu“, www mbl.is, 27. júní 2005, sótt í október 2011.
94 Vef. „Gögn styðja ekki Vilhjálm segir Ríkisendurskoðun“, www.visir.is, 29.
mars 2006, sótt í september 2011.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 128