Saga - 2011, Blaðsíða 47
Gagnrýni af þessu tagi má víða finna, meira að segja á nítjándu
öld, sem getur þó jafnvel kallast blómaskeið mikilmennanna í sagn -
fræði legum skilningi.7 Jafnframt hefur verið nefnt að hið hefð -
bundna form ævisögunnar, þar sem lífshlaup er rakið í réttri tíma -
röð, skapi ranga mynd af orsakasamhengi sem var ekki til staðar.
Það taldi franski félagsfræðingurinn Pierre Bourdieu til dæmis í
víðlesinni grein, „L’illusion biographique“.8
Þá hefur þeirrar gagnrýni gætt að sumir ævisagnaritarar rakki
viðfangsefnið niður og hnýsist blygðunarlaust í einkamál fólks. Í
staðinn fyrir lotningarfullt oflof fái lesendur þá fordæmingu og
ósvífni.9 Miskunnarlaus þótti mörgum til dæmis bók Morans lá -
varðar, læknis Winstons Churchills, um síðustu ár hans sem mörk -
uðust af elliglöpum og veikindum. Ekki bætti úr skák að hún birtist
árið 1966 þegar þjóðhetjan hafði vart kólnað í gröf sinni.10 Í sumum
verkum seinni ára um Churchill virðist líka sem of mikið sé gert úr
göllum hans og mistökum.11
Loks hafa margir sagnfræðingar kvartað undan því að í ævisög-
um ráði stílbrögð og innlifun í stað vísindalegrar nákvæmni og fjar-
lægðar höfundar frá viðfangsefni sínu. Ævisagnaritarar segi ekki
endilega ósatt, en þeir taki sér skáldaleyfi, geti í eyður og spinni svo
sagan verði betri — og um leið til að hún seljist betur.12 Í verkum
Winstons Churchill um gengna framámenn, þeirra á meðal föður
sinn og forföður, sést til dæmis vel að á penna hélt rithöfundur full-
guðni th. jóhannesson 47
7 Sjá t.d. G. P. Gooch, History and Historians in the Nineteenth Century, bls. 69,
184–188, 346–349 og 534–539.
8 Sjá má stutta frásögn af þeirri grein í Guðmundur Jónsson, „„Yfirlits hugsunin“
og tálsýn íslensku einsögunnar“, Saga XLII: 2 (2004), bls. 139–146, hér bls. 145.
Einnig mætti nefna svipuð ummæli breska sagnfræðingsins Maurice Cowling.
Sjá John Tosh, The Pursuit of History. Aims, Methods and New Directions in the
Study of Modern History (London: Longman 1984), bls. 72–73.
9 Sjá t.d. Barbara Tuchman, „Biography as a Prism of History“, Biography as High
Adventure, bls. 93–103, einkum bls. 102–103.
10 C.M.W. Moran, Winston Churchill. The Struggle for Survival 1940–1965 (London:
Constable 1966). Sjá einnig Davis Reynolds, In Command of History, bls. 521.
11 Á vefsíðunni www.winstonchurchill.org er yfirlit um rit þar sem þykir hallað
á Churchill.
12 Sjá t.d. Már Jónsson, „Spuni og saga. Þórunn Valdimarsdóttir. Snorri á
Húsafelli. Saga frá 18. öld“ (ritdómur), Tímarit Máls og menningar 51:3 (1990),
bls. 103–110, einkum bls. 103. Sjá einnig Alun Munslow, „History and Bio -
graphy: An Editorial Comment“, Rethinking History 7:1 (2003), bls. 1–11, eink-
um bls. 2–6.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:50 AM Page 47