Saga - 2011, Blaðsíða 188
ríkjamanna að stríði loknu. Að halda slíku fram er mikil einföldun
á flóknari veruleika. Hún beindist fyrst og fremst að uppbyggingu
atvinnuveganna, sem sósíalistar töldu nauðsynlega, enda dró stjórn-
in nafn sitt af þessari staðreynd. Herstöðvarmálið skipti hér minna
máli, þó að það sprengdi stjórnina að lokum. Og að Brynjólfur segði
að flokkurinn væri ekki búinn að yfirgefa byltingarstefnuna, þrátt
fyrir að vera þátttakandi í ríkisstjórn, þarf ekki að koma á óvart. Líkt
og sönnum marxista sæmdi varð hann að geta útskýrt, bæði fyrir
sjálfum sér og öðrum, þá þversögn að hann væri byltingarsinni og
sæti á sama tíma í ríkisstjórn. Þetta gerði hann, eins og Dimitrov
forðum, með því að lýsa því yfir að hér væri aðeins um tímabundið
ástand að ræða sem helgaðist fyrst og fremst af ástandi í alþjóðamál-
um, þar sem vesturveldin og Sovétríkin höfðu gert bandalag um að
brjóta Þriðja ríki Hitlers á bak aftur. Einar var hins vegar á annarri
skoðun. Að hans áliti var það ekkert vandamál fyrir Sósíalista flokk -
inn að taka þátt í ríkisstjórn. Það var einfaldlega önnur leið, og
friðsamleg, að því marki að færa völdin í hendur íslenskrar alþýðu
eftir leiðum þingræðisins.
Niðurlag
Sagan segir að þegar hersveitir þjóðernissinna Francos á Spáni sátu
um Madríd árið 1936 hafi Emelio Mola, einn hershöfðingja hans,
látið þau orð falla í viðtali við blaðamenn að fjórar herdeildir undir
hans stjórn sæktu að borginni en sú fimmta væri falin innan borg-
arveggjanna, reiðubúin að gera uppreisn gegn liðssveitum lýðveld-
issinna þegar kallið kæmi.122 Hugmyndin um „fimmtu herdeildina“
varð til og hefur æ síðan skotið upp kollinum og verið heimfærð
upp á ýmis stjórnmálaátök í heiminum.
Hin nýja bók Þórs Whitehead er mjög í anda þessarar hug-
myndar. Innihald hennar er í raun og veru samsæriskenning þess
efnis að fimmta herdeild íslenskra kommúnista hafi í náinni sam-
vinnu við ráðamenn Alþjóðasambands kommúnista í Moskvu, sem
stjórnað var af Stalín, bruggað lýðræðislega kjörnum yfirvöldum á
Íslandi launráð og ætlað sér að velta þeim af valdastóli með ofbeldi,
vopnavaldi og blóðugri byltingu ef því var að skipta, enda hafi
íslenskir kommúnistar allt frá upphafi hreyfingar sinnar litið svo á
skafti ingimarsson188
122 Antony Beevor, The Battle for Spain. The Spanish Civil War, 1936–1939 (London:
Weidenfeld&Nicolson 2006), bls. 168.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 188