Saga - 2011, Blaðsíða 165
in áhrif haft, hvorki á stefnu né starfshætti flokkanna, hvað þá á
samskipti forustumanna Kommúnistaflokksins við ráðamenn í
framkvæmdanefnd Komintern.
Nú skal það ekki dregið í efa að Komintern sendi félögum sín-
um á Íslandi bæði leiðbeiningar og jafnvel bein fyrirmæli um það
hvernig baráttunni skyldi háttað. Um það höfum við óyggjandi
heimildir. Hitt er hins vegar misskilningur að flokknum hafi verið
„fjarstýrt“ frá Moskvu, eins og Þór heldur fram, enda bera Moskvu -
skjölin það með sér að bréfaskipti milli Íslands og Moskvu lágu oft
og tíðum niðri, jafnvel svo mánuðum skipti. Og þegar þessi sömu
skjöl eru skoðuð kemur líka í ljós að leiðtogar Komintern og for-
ingjar íslenskra kommúnista vissu vel hvað var í húfi. Þannig bera
skýrslur um heimsóknir bæði Brynjólfs og Einars til Moskvu með
sér að menn höfðu samráð um það hvernig best væri að hafa hlut-
ina. Það þurfti að reyna að finna niðurstöðu sem báðir aðilar gætu
sætt sig við. Forustumenn Komintern gerðu sér grein fyrir því að
taka þurfti tillit til aðstæðna á Íslandi og reyndu að koma til móts
við óskir Íslendinganna, þó aðeins innan þess ramma sem alþjóða -
sambandið setti hverju sinni. Að sama skapi var Brynjólfi og Einari
fullkomlega ljóst að verkefni þeirra var að laga stefnu Komintern að
íslenskum aðstæðum, þó alltaf þannig að hún samræmdist hinni
yfirlýstu stefnu sambandsins. Þessi línudans gekk misjafnlega, eins
og flestir vita. En prýðilegt dæmi um að Íslendingarnir höfðu áhrif er
að finna í nýlegri doktorsritgerð Ragnheiðar Kristjánsdóttur. Þar
kemur fram að Einar Olgeirsson fékk gagnrýni á umfjöllun um
sjálfstæðismál í stefnuskrá flokksins fellda burt úr bréfi sem fram-
kvæmdanefnd Komintern sendi Kommúnistaflokki Íslands árið
1931.43 Þá má einnig benda á bók Jóns Ólafssonar og lýsingu hans á
viðræðum Brynjólfs og forustumanna Komintern árið 1937, en þar
má sjá hvernig viðræðum var háttað og að málum staðið.44
Þór virðist hins vegar svo sannfærður um að Kommúnista -
flokknum hafi verið „fjarstýrt“ frá Moskvu að hann sést ekki fyrir.
Þetta viðhorf tekur síðan á sig ólíklegustu myndir, þegar líður á
bókina, og birtist til dæmis í þeirri hugmynd hans að ráða menn
alþjóðasambandsins hafi fyrirskipað íslenskum kommúnistum að
beita grófu, skipulegu ofbeldi í stjórnmálabaráttunni. Bréfið sem Þór
fimmta herdeildin 165
43 Ragnheiður Kristjánsdóttir, Nýtt fólk, bls. 212–215.
44 Jón Ólafsson, Kæru félagar, bls. 88–94.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 165