Saga - 2011, Blaðsíða 183
túlkar Þór síðan á þann veg að sambandið hafi í raun horfið „aftur
til harðari byltingarstefnu með griðasáttmála Hitlers og Stalíns“, tal-
ar óhikað um að breska setuliðið hafi átt í höggi við „eins konar
andspyrnuhreyfingu sósíalista“ og segir að stefna Sósíalistaflokksins
á árunum 1939–1941 hafi orðið til þess að lögreglan var látin fylgj-
ast með harðasta kjarna flokksins í kalda stríðinu, enda hafi þeir
verið vísir til að liðsinna Sovétríkjunum hér á landi, kæmi til þriðju
heimsstyrjaldarinnar.105
Þegar þessi einhliða lýsing Þórs á starfi íslenskra sósíalista á
stríðsárunum er borin saman við nýjustu rannsóknir fræðimanna á
utanríkisstefnu Sovétríkjanna og stefnu Alþjóðasambands komm-
únista á árunum 1939–1941, kemur í ljós að túlkanir hans eiga sér
fáa formælendur, enda verður ekki séð að hann vísi í neina nýlega
rannsókn á þessu sviði í þeim hluta bókarinnar sem fjallar um þetta
áhugaverða viðfangsefni. Þó er nú liðinn rúmur áratugur frá því að
sagnfræðingurinn Gabriel Gorodetsky sýndi fram á það með óyggj-
andi rökum að stefna Komintern á ofangreindu tímabili var engin
byltingarstefna, eins og Þór heldur fram. Staðreyndin er líka sú að á
fundi Stalíns og Dimitrovs, 25. október árið 1939, gerði Stalín leið -
toga Komintern grein fyrir því að allar hugmyndir um einhvers-
konar róttæka byltingarstefnu á Vesturlöndum, þegar styrjöld var
hafin í Evrópu, væru fullkomlega óraunhæfar. Bolsévíkaflokkur
Leníns hefði ofmetið stöðu sína við lok fyrri heimsstyrjaldar með
því að reka slíka stefnu sem leitt hefði til alvarlegra mistaka, og
vísaði hann þar greinilega til misheppnaðra byltingartilrauna komm -
únista, bæði í Þýskalandi og Ungverjalandi, skömmu eftir að ófriðn -
um lauk. Ekkert slíkt yrði endurtekið þegar styrjaldarástand ríkti í
álfunni að nýju. Allar byltingarhugmyndir Dimitrovs voru kveðnar
í kútinn. Öryggishagsmunir Sovétríkjanna voru það eina sem skipti
máli.106
Umfjöllun sagnfræðingsins Zöru Steiner um griðasáttmálann
alræmda, í nýútkomnu grundvallarriti hennar um stjórnmálasögu
millistríðsáranna, The Triumph of the Dark, ber þessari staðreynd
glöggt vitni, enda tekur hún sérstaklega fram að lítil eða alls engin
fimmta herdeildin 183
105 Sama heimild, bls. 429 og 373–374 (neðanmálsgrein).
106 Gabriel Gorodetsky, Grand Delusion. Stalin and the German Invasion of Russia
(New Haven: Yale University Press 1999), bls. 7–9. Sjá einnig The Diary of
Georgi Dimitrov, 1933–1949. Ritstj. Ivo Banac (New Haven: Yale University
Press 2003), bls. 119–120.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 183