Saga - 2011, Blaðsíða 118
hafa orðið mjög undrandi við þessi tíðindi, enda hafði þeim verið
tilkynnt að í hlut ætti stór alþjóðlegur fjárfestingabanki. Sú lýsing
hefði getað átt við um Société Générale, en gat með engu móti átt
við um Hauck & Aufhäuser, sem var lítill einkarekinn banki. Val -
gerður Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra, segir það hafa
komið sér spánskt fyrir sjónir að skipt hafi verið um banka á síðustu
stundu.52
Sigurjón Þ. Árnason, sem var framkvæmdastjóri rekstrarsviðs
Búnaðarbankans þegar bankinn var einkavæddur, hitti Peter Gatti,
fulltrúa hins þýska banka.53 Sigurjón lýsir þessu svo:
… og maður hitti hann og maður upplifði það að hann hefði alveg eins
getað verið að kaupa ísbúð, hann vissi ekkert hvað hann var að kaupa.
Það var algjörlega senslaust [svo] að hann hafi verið að leggja svona
mikla peninga undir, þannig að ég hef alltaf verið sannfærður um það
að þetta var bara einhvers konar framvirkur samningur, eða eitthvað
slíkt, sem að … eða einhvers konar útfærsla þar sem hann var bara
fulltrúi fyrir aðra aðila.54
Haft var eftir Gatti við undirskrift kaupsamningsins að þýski bank-
inn myndi halda eignarhlut sínum í Búnaðarbankanum í að minnsta
kosti tvö ár líkt og kveðið væri á um í kaupsamningnum. Að þeim
tíma liðnum yrði ávöxtunin metin og fjárfestingin endurskoðuð.55
Við sameiningu Kaupþings og Búnaðarbanka í maímánuði 2003
settist Peter Gatti í stjórn hins sameinaða banka og var endurkjörinn
til setu í stjórninni árið eftir.
Í efnahagsreikningi þýska bankans fyrir árið 2003 kom ekkert
fram um að eignarhluti hans í fjármálafyrirtækjum hefði breyst. Hin
góða afkoma Eglu þetta ár sást ekki heldur í rekstrarreikningi, en
Hauck & Aufhäuser, VÍS og Ker áttu í sameiningu eignarhalds-
félagið Eglu, sem fór með hlut þeirra í Búnaðarbankanum. Einn
S-hópsmanna og fyrrverandi viðskiptafélagi Ólafs Ólafssonar, sem
vildi ekki láta nafn síns getið, orðaði þetta svo í samtali við höfund:
„Af hverju var verið að setja hlut þýska bankans inn í Eglu? Hvað
var verið að fela?“ Viðkomandi kveðst einnig hafa velt því mikið
björn jón bragason118
52 Viðtal. Höfundur við Valgerði Sverrisdóttur, 2. september 2009.
53 Peter Gatti var framkvæmdastjóri (Managing Director) og einn eigenda Hauck
& Aufhäuser Privatbankiers.
54 „Siðferði og stafshættir í tengslum við fall íslensku bankanna“, Aðdragandi og
orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir. 8. bindi, bls. 28.
55 „S-hópurinn fékk milljarða að láni“, Fréttablaðið 31. maí 2005, bls. 1.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 118