Saga - 2011, Blaðsíða 215
um, svínum, alifuglum eða hrossum í grófri áætlun um fæðu almennings.
Sömuleiðis leyfði ég mér að gera ekki ráð fyrir að kornyrkja, önnur jarðyrkja
eða söfnun villtra jurta hefði skilað verulegum hluta næringar. Því taldi ég
óhætt að áætla mataröflun á landi — ónákvæmt auðvitað — sem afrakstur
nautgripa- og sauðfjárbúskapar. Þá var eftir að áætla magn fiskafla í hlut-
falli við kvikfjárafurðirnar. Þar komst ég á síðustu stundu á snoðir um
splunkunýjan og afar mikilvægan fróðleik. Guðný Zoëga fornleifafræðing-
ur hafði alveg nýlega birt grein þar sem hún sagði frá því að komið hefði í
ljós við mælingar á hlutfalli kolefnisísótópa í beinum fólks, sem hafði verið
grafið í Keldudal í Skagafirði á 11. öld, að það hefði haft 20% fæðu sinnar úr
sjó, og væri það „sambærilegt við sams konar mælingar sem gerðar hafa
verið á beinum Íslendinga frá sama tíma“ (bls. 177). Þetta nægði mér til að
áætla að sjávarafli hefði verið 20% af fæði Íslendinga á vaðmálsöld. Polanyi-
ismi minn sparaði mér að reikna matarinnflutning inn í dæmið svo að hér
var komið heildarmagn lífsbjargar sem mátti umreikna í kúgildi og bera svo
saman við tölulegar upplýsingar frá síðari öldum. Niðurstaðan var sú að
fæðuframleiðsla Íslendinga hefði minnkað um ein 40% frá hámiðöldum til
18. aldar, þótt íbúar landsins hafi líklega verið álíka margir (bls. 328).
Auðvitað er þessi kenning bæði ótraust og ónákvæm. Með vinsamlegu
orðalagi sagt væri hún kölluð djörf. En hvað sem um það er finnst mér vill-
andi að lýsa henni aðeins með orðinu „efnahag“ í ritdómi. Kenningin um að
búskap Íslendinga hafi hnignað frá hámiðöldum til 18. aldar er auðvitað
ekki ný. En það var orðið svo langt síðan hún hafði verið rökstudd að óhætt
mun að segja að hún hafi talist úrelt þegar ég endurreisti hana. Ég finn til
dæmis varla snefil af henni í tveggja áratuga gamalli bók Björns Þorsteins -
sonar og Bergsteins Jónssonar, Íslandssaga til okkar daga.6 Og hafi hnignun-
arkenningin nokkru sinni verið sett fram og rökstudd með tölum um fram-
leiðslumagn er orðið svo langt síðan að það er nú öllum gleymt, enda
örugglega ekki gert á grundvelli heimilda sem nú þykja nothæfar.
Til sanns vegar má færa að þarna hafi ég rætt við Þorvald Thoroddsen
því fram að þessu hafa yfirlitsrit um Íslandssögu reist umfjöllun sína um
kvikfjárrækt mjög á rannsóknum hans, eins og ég bendi á í Lífsbjörg (bls.
123). Það kann vel að vera rétt líka að kaflaskipulagi mínu svipi eitthvað til
þess sem Þorvaldur notar, enda sé ég ekki annað en að það liggi í eðli efnis -
ins; maður skrifar til dæmis um hverja tegund búfjár fyrir sig og varla
ástæða til að hafa orð um það. Hins vegar er ekki rétt að ég taki kaflaskipu-
lag hugsunarlaust upp eftir Þorvaldi af því að hann noti það. Þvert á móti
ræði ég flokkun bjargræðisvega í sérstökum kafla (116–122), kemst þar
meðal annars að þeirri niðurstöðu að ekki sé ráðlegt að flokka neina starf-
í tilefni af ritdómi 215
6 Helst er það í sögu 18. aldar þar sem segir: „Landið var sokkið í fátækt og mikið
deilt um ástæðurnar fyrir „útörmun“ þess.“ Björn Þorsteinsson og Bergsteinn
Jónsson, Íslandssaga til okkar daga (Reykjavík: Sögufélag 1991), bls. 235.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 215