Saga


Saga - 2011, Blaðsíða 205

Saga - 2011, Blaðsíða 205
sögulega samhengið og jarðveginn. Þjóðminjasafn, Listasafn Íslands og Menningarsjóður skjóta upp kollinum án skýringa, sem er miður því þessar stofnanir og tilurð þeirra skipta miklu fyrir þá sögu sem verið er að rekja. Stundum læðist að manni sá grunur að köflum hafi verið sleppt eða þeir færðir til án þess að hugað hafi verið að heildarsamhenginu. Nú er ég alls ekki að kalla eftir snyrtilegri framvindu þar sem eitt leiðir af öðru. Eins og lög gera ráð fyrir í rannsókn af þessu tagi er viðfangsefnið flóknara og margþættara en svo að unnt sé að fella það í einfalda línulega frásögn; nálgunin hlýtur að þurfa að vera þematísk. En vandinn er sá að efnis atriði rannsóknarinnar, þemun, virðast ekki hafa verið nógu vel skil- greind í upphafi, eða í það minnsta ekki raðað nógu skipulega upp. Oft er snúið að fylgja frásögninni eftir og skilja hvaða leið er verið að fara, átta sig á hvaða hlutverki tiltekin atriði gegna í heildarsamhenginu og hvers vegna sum þeirra fá meira vægi en önnur. Hér nefni ég til dæmis það ójafnvægi sem mér virðist vera í umfjöllun um mótun nútímahíbýlahátta á milli- stríðsárunum í dreifbýlinu annars vegar og þéttbýlinu hins vegar. Töluvert er fjallað um Teiknistofu landbúnaðarins og áhugann á að finna sveita- heimilunum tilhlýðilegan húsbúnað. Hliðstæða hennar í þéttbýlinu, þ.e.a.s. þau lög og þau samtök sem stóðu að verkamannabústöðunum í Reykjavík fá hins vegar lítið vægi þótt gera megi ráð fyrir að verkamannabústaðirnir skipti síst minna máli í sögu íslenskrar smekkmótunar og hönnunar en Teiknistofan sem var til húsa í Búnaðarbankanum. Verkamannabústaðirnir eru nefndir nokkrum sinnum, en þá oftast í framhjáhlaupi. En eftir því sem ritgerðinni vindur fram skýrist þráðurinn, meginstefin verða greinilegri og að mínu viti hefur Arndís náð mun betri tökum á viðfangsefninu í síðari hlutanum. Í köflunum um „Scandinavian Design“ á Íslandi, smekkmótun millistríðsáranna og „nýju húsgagnaframleiðsluna“ tekst henni oft vel að tefla saman ólíkum sjónarhornum og vinna úr marg- breytilegum heimildaforðanum. Þar nýtist að sama skapi vel sú yfirsýn sem Arndís hefur yfir erlendar rannsóknir á hönnunarsögu. Allt leiðir þetta til þess að greiningin verður bæði áhugaverð og sannfærandi. Efnistökin verða þannig skýrari og traustari eftir því sem á líður, en um leið verður ljóst að áhrifavaldar sem vega þungt í fyrstu köflunum verða útundan. Ég nefndi þetta áður, þ.e.a.s. hvernig stjórnmálin, kvennahreyf- ingin, lista- og menntamennirnir, stíga niður af sviðinu. Og þótt ég sé í aðra röndina sátt við að sjónarhornið sé þrengra í köflunum eftir seinna stríð þá kemst ég ekki hjá töluverðri eftirsjá eftir tengingu við stjórnmála-, hug- mynda- og menningarsöguna. Af dæmum sem tilgreind eru í ritgerðinni má ráða að sjálfstæðisárátta Íslendinga hafi leitt til tortryggni gagnvart norrænu samstarfi á sviði listiðnaðar og hönnunar. Í framhaldi af því er freistandi að draga þá ályktun að amerísk fagurfræði hafi haft meiri áhrif á híbýlahætti Íslendinga en annarra Norðurlandabúa. Eins kemur upp í hugann ofurá- hersla Íslendinga á að fá helst að búa einir og sér, í húsnæði sem þeir eiga sjálfir, og hafa greiðan aðgang að hraðbrautum og bílastæðum. Að því leyt- andmæli 205 Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.