Saga - 2011, Blaðsíða 105
banka. Sú mynd breyttist svo um munaði í miðju einkavæðingar-
ferli bankans.13
Hér er rétt að hverfa aftur um nokkur ár. Samvinnutryggingar
voru stofnaðar árið 1946 sem gagnkvæmt tryggingafélag, en eig-
endur slíkra félaga eru tryggingatakar á hverjum tíma. Eignar -
réttindi tryggingatakanna eru skilyrt, þau eru ekki framseljanleg og
erfast ekki.14 Í janúar 1989 var ákveðið að sameina tryggingastarf-
semi Samvinnutrygginga og Brunabótafélags Íslands, en ekki var
talin ástæða til að halda áfram gagnkvæma félagsforminu. Því var
stofnað hlutafélag, Vátryggingafélag Íslands (VÍS), sem trygginga-
félögin tvö áttu að jöfnu. Tryggingastofnar þeirra voru fluttir í VÍS
og við þetta breyttist eðli Samvinnutrygginga úr því að vera starf-
andi gagnkvæmt tryggingafélag í að vera eignarhaldsfélag sem átti
meirihluta eigna sinna í VÍS.15 Eigendur Eignarhaldsfélagsins Sam -
vinnutrygginga voru þeir einstaklingar og lögaðilar sem voru í
tryggingaviðskiptum við Samvinnutryggingar síðustu tvö starfsár
tryggingafélagsins.
sagan af einkavæðingu búnaðarbankans 105
13 Viðtal. Höfundur við Eirík S. Jóhannsson, 11. maí 2010.
14 Karsten Schmidt, Gesellschaftsrecht (Köln, Berlín, Bonn, München: Heymanns
Verlag 1991), bls. 1053–1054.
15 Eignir Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga voru mjög miklar, en um mitt ár
2007 var ákveðið að slíta félaginu og greiða rúmlega fimmtíu þúsund fyrrver-
andi tryggingatökum út eignarhlut sinn í félaginu, en utan um þessar skuld-
bindingar var stofnað fjárfestingafélagið Gift. Þegar ákvörðunin um stofnun
Giftar var tekin nam eigið fé félagsins um þrjátíu milljörðum króna. Hins vegar
varð ekki af slitum félagsins og þegar komið var fram á árið 2009 námu skuld-
ir Giftar að minnsta kosti þrjátíu milljörðum króna umfram eignir og því ekk-
ert til skiptanna. Gift hafði flestar sinna eigna bundnar í Kaupþingi og Existu og
var meðal tíu stærstu hluthafa í báðum félögum. Milli þessara tveggja félaga
voru náin eignatengsl og því mikil áhætta tekin með fjármuni tryggingatak-
anna fyrrverandi.
Árið 2009 fól fulltrúaráð Samvinnutrygginga lagastofnun Háskóla Íslands
að vinna úttekt á starfi Samvinnutrygginga allt frá stofnun, en með úttektinni
skyldi ekki síst meta hver lagaramminn hefði verið í kringum starfsemina.
Stefán Már Stefánsson prófessor, sem hafði yfirumsjón með úttektinni, heldur
því fram að slíta hefði átt Samvinnutryggingum árið 1994 og skipta verðmæt-
unum á milli eigendanna, fyrrverandi tryggingataka, en það ár var félagið
Samvinnutryggingar fært yfir í Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar án
skuldaskila. Í skýrslunni er þess þó getið að lögbrot þau sem framin voru séu
fyrnd, en samt sem áður er til þess að líta að félagið stóð í fjórtán ár, samfellt
frá 1994 til 2008, í hlutabréfaviðskiptum upp á tugi milljarða króna, en gera má
því skóna að allar þær skuldbindingar sem stofnað var til eftir 1994 séu ólög-
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 105