Saga - 2011, Blaðsíða 226
frásögn og eigi söguligt eins kostar, nema fyr þá sök að hér er lýst grein
speki og óvisku“ (I, bls. 252). Sagnfræðingar, sem eiga eftir að lesa þessa
útgáfu af mikilli áfergju, geta vissulega spáð í þessa hluti sjálfir, en óneitan-
lega hefði verið gott að njóta stuðnings af mati sérfróðra manna sem þekkja
textann og umhverfi hans í þaula.
Már Jónsson
Úlfar Bragason, ÆTT OG SAGA. UM FRÁSAGNARFRÆÐI STURL-
UNGU EÐA ÍSLENDINGA SÖGU HINNAR MIKLU. Ritstjóri Sverrir
Tómasson. Háskólaútgáfan. Reykjavík 2010. 321 bls. Heimilda- og
nafnaskrá. Útdráttur á ensku.
Árið 1981 sendi Úlfar Bragason frá sér grein sem vakti athygli þeirra sem
áhuga hafa á miðaldafræðum; titillinn er „Frásagnarmynstur í Þorgils sögu
skarða“. Ekki var nýtt að skoða frásagnarmynstur í Sturlungu, það höfðu
Björn M. Ólsen, W.P. Ker o.fl. gert. Hitt var nýtt, sem Úlfar rökstuddi, að
skortur á skilningi á frásagnarmynstri í Sturlungu hamlaði réttum skilningi
á safninu sem heimild um þjóðveldið á 12. og 13. öld. Hér kvað við nýjan
tón og margir munu hafa lesið greinina með athygli. Þetta er þeim sem hér
ritar eftirminnilegt og honum fannst Úlfar bjóða upp á ferska sýn.
Greinin sem Úlfar birti 1981 varð upphafið að doktorsritgerð hans, The
Poetics of Sturlunga, sem hann lauk í Berkeley 1986. Í kjölfarið birti hann svo
greinar um sama eða skylt efni. Úr öllu saman, doktorsritgerð, greinum og
frekari rannsóknum, sprettur svo bók sem hann sendi frá sér 2010, með heit-
inu Ætt og saga, og hér er til umræðu. Er mjög þakkarvert að hann skuli birta
þetta rit og kynna skoðanir sínar á einum stað. Þá er ekki minnst um vert að
höfundur hefur fylgst vel með í Sturlungufræðum og vísar mikið til nýrrar
og nýlegrar umræðu. Að auki leggur hann mikla rækt við fræði manna á
fyrri tíð, svo sem Björns M. Ólsen, Kristian Kålunds, Kers og Jóns Jóhannes -
sonar. Bókin er því gagnleg þeim sem vilja afla sér vitneskju um Sturlungu -
fræði almennt.
Sjónarmiðin sem höfundur setur fram um frásagnarmynstur Sturlungu
eru forvitnileg sem fyrr. Enn beinir hann gagnrýni sinni að þeim sem nýta
Sturlungu sem heimild og hann telur að hafi ekki gætt nægilega vel að bók-
menntalegum einkennum hennar. Höfundur ritar m.a.:
Margir fræðimenn hafa verið þeirra [svo] skoðunar að samsteypan
[Sturlunga] gefi rétta mynd af íslensku samfélagi á 12. og 13. öld, ekki
síst Íslendinga saga (sjá t.d. Gunnar Karlsson 2007, bls. 203–205). Þetta
marka þeir af því að sagnaritararnir fjalla oftast um nærliðna atburði.
En að nokkru hafa þeir látið frásagnarháttinn, sem er harla nútímaleg-
ritdómar226
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 226