Saga - 2011, Blaðsíða 173
Varnarlið verkalýðsins
Enn annar þáttur í röksemdafærslu Þórs eru lýsingar á starfsemi
Varnarliðs verkalýðsins á kreppuárunum. Liðið var stofnað 7. júlí
1932, en kommúnistar efndu þá til fundar atvinnulausra bæjarbúa
við Góðtemplarahúsið á sama tíma og bæjarstjórn Reykjavíkur
fundaði þar innandyra. Fór svo að lokum að útifundurinn leystist
upp í blóðugum átökum milli kommúnista, lögreglunnar og hvít -
liða, en svo nefndu kommúnistar varaliðsmenn sem voru lögreglu-
mönnum til aðstoðar. Markmiðið með stofnun Varnarliðs verka-
lýðsins var tvíþætt; annars vegar að mæta árásum Reykjavíkur -
lögreglunnar og hvítliða, en kommúnistar og lögreglumenn höfðu
margoft áður átt í átökum vegna afskipta þeirra síðarnefndu af
vinnudeilum, og hins vegar að verjast ágangi íslenskra nasista, sér-
staklega þegar 1. maí-göngur voru farnar.69
Þór lítur stofnun varnarliðsins allt öðrum augum og staðhæfir að
íslenski flokkurinn hafi þegar verið búinn að stofna „leynilega bar-
dagasveit“ í Reykjavík árið 1931, enda hafi stofnun liðsins verið eitt
af inntökuskilyrðum sambandsins — sem er rangt.70 Íslenskum
kommúnistum hafi í raun og veru verið fyrirskipað að koma upp
„bardagaliði í þágu byltingarinnar“, enda hafi vopnaburður og
stofnun bardagaliðs allt frá upphafi verið talið „sjálfsagður liður í
undirbúningi byltingar og borgarastríðs á Íslandi eins og í öðrum
„auðvaldsríkjum““.71 Í framhaldinu er stofnun Varnarliðs verka-
lýðsins síðan túlkuð sem „sannkölluð stríðsyfirlýsing við íslenskt
lýðræðissamfélag“, enda hafi Kommúnistaflokkurinn „verið stað -
ráðinn í því að beita lögregluna miklu grófara og skipulegra ofbeldi
fimmta herdeildin 173
styrjöldinni (Reykjavík: Björn Bjarnason 1941). Ólafur Grímur Björnsson hefur á
undanförnum árum birt stakar greinar um ævi Hallgríms og um leið dregið
saman fjölbreyttan fróðleik um sögu kommúnistahreyfingar á Íslandi. Að -
kallandi er orðið að taka efnið saman og gefa út í bókarformi.
69 Einar Olgeirsson, „Tvö hámarksár stéttabaráttunnar í Reykjavík 1932 og 1942“,
Réttur, LV:3 (1972), bls. 161–162; Ólafur R. Einarsson og Einar Karl Haraldsson,
Gúttóslagurinn, bls. 110.
70 Alþjóðasambandið setti íslenskum kommúnistum það verkefni að koma upp
„varðliði verkalýðs til baráttu gegn verkfallsbrjótum og fasistum“. Þetta var
hins vegar aðeins eitt fjölmargra meginverkefna sem vinna bar að. Hér var því
ekki um inntökuskilyrði að ræða, sjá Arnór Hannibalsson, Moskvulínan, bls.
82–83.
71 Þór Whitehead, Sovét-Ísland, óskalandið, bls. 149–151.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 173