Saga - 2011, Blaðsíða 202
ragnheiður kristjánsdóttir
Árið 1920 vakti greinarhöfundur í Morgunblaðinu athygli á að Íslendingar
hefðu „frámunalega óþroskaðan smekk“ sem einkum kæmi fram í ásókn
þeirra í glysvarning. Hann fullyrti, máli sínu til stuðnings, að það væri ekki
nóg með að kaup á „ýmsu skrauti svo sem gull- og silfurstássi“ væru nú tal-
in ófín og „merki uppskafningsháttar“ í „mentalöndunum“ umhverfis
Ísland, heldur væri það svo að hvergi yrði „smekkleysið og mentunarleysið
augljósara og aulalegra en innan um skraut.“ Til þess að koma því smekk-
lega fyrir þyrfti „æfðan listasmekk“. Höfundur mælti með því að Íslend-
ingar sneiddu hjá hvers kyns glysi, en héldu sig við einfalda nytjahluti.
Honum fannst nær að þeir eyddu fjármunum sínum í bíó og kaffihús eða
hvað það annað sem auðgað gæti menninguna og mannlífið („Nauðsynjar
og óhóf“, Morgunblaðið 24. september 1920).
Um og upp úr aldamótunum 1900 komu fram margvíslegar nýjungar á
Íslandi: markaðshagkerfi, aukin verslun, sími, rafmagn, hitaveita, nýir bæir,
hverfi og steinsteypt hús. Úrvalið af nauðsynjum og munaði jókst. Jafnframt
því höfðu landsmenn fengið aukið svigrúm til að móta líf sitt og aðstæður,
því nútímanum fylgdi líka lýðræði, atvinnu-, búsetu- og persónufrelsi.
Íslendingar þurftu að læra að velja og hafna og það gekk ekki alltaf vel. Þeir
sem vildu ráða því hvert þjóðin stefndi stóðu frammi fyrir nýju siðferðilegu
og fagurfræðilegu vandamáli. Íslendingar virtust ekki ráða við verkefnið,
ekki kunna að búa sér til nútímaheimili, fá sér húsbúnað við hæfi og raða
honum almennilega upp.
Eins og fram kemur í doktorsritgerð Arndísar var greinarhöfundurinn í
Morgunblaðinu einn þeirra sem tóku þátt í umræðunni um smekkmótun
Íslendinga á þessum umbrotatímum. Greinin var svo aftur liður í víðtækari
umræðu um hvort Íslendingar ættu að taka með opnum huga við nútíma-
legum erlendum menningarstraumum eða hvort ástæða væri til að hafa
áhyggjur af því að nútímalegir lifnaðarhættir á Íslandi leiddu til hnignunar
og úrkynjunar íslenskrar þjóðmenningar. Umræðan um smekkmótun Ís -
lendinga fram að seinna stríði var m.ö.o. mótuð af átökunum milli þjóðernis -
íhalds og þeirra sem vildu nútímalega endurnýjun íslensks samfélags.
Samhengið
Þessi átakaás er eitt helsta viðfangsefnið í fyrri hluta ritgerðarinnar, sem
fjall ar um árin frá aldamótunum 1900 og fram yfir seinna stríð. Þar eru til
umræðu nútímalegir erlendir hugmyndastraumar, breskar og skandinav-
ískar fagurbótahreyfingar, funksjónalisminn og svo aftur þjóðernishyggjan.
Fjallað er um áhrif þessara hugmyndastrauma á umræður um híbýli, hand-
og listiðnað og þá um leið togstreituna milli handverks og listar annars
202
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 202