Saga - 2011, Blaðsíða 45
áhrif varðar, en eðli hlutanna sem mynduðu persónu Þorkels er af
sömu rótum. Þetta eru hlutir sem standa aldrei einir, heldur eru
ávallt hlutar einhvers. Á íslensku skiljum við hluti sem part eða lið í
einhverju stærra samhengi, einhvers konar hlekk í langri keðju.
Ef við hins vegar athugum orðsifjar enska orðsins thing eða þess
þýska Ding þá sjáum við að þau eru náskyld íslenska orðinu þing.9
Hér sjáum við áherslu lagða á það eðli hluta að draga saman, safna,
sameina, viðhalda og tengja saman í gegnum tíma og rúm.10 Hlutir
eru þannig fullkomnir tengipunktar í netverki ævisögunnar en
verða alltof oft undir í hefðbundinni ævisagnaritun sem einblínir
einangrað á línulegan lífsferil einstaklingins. Þetta á jafnt við um
ljósmyndir á Fésbókinni, steinsleggjur Þorkels á Búðarárbakka, Sól -
blómin eftir Van Gogh og tölvuna sem tók þátt í að skapa þennan
texta.
Guðni Th. Jóhannesson
Á sautjándu öld var til sagnaritari sem bað lesendur sína afsökunar
á því að hann hafði stundum freistast til að varpa af sér skikkju
hins virðulega sagnfræðings og lagst í staðinn í ævisagnaritun.1 Í
seinni tíð má líka finna mörg dæmi þess að sagnfræðingar hafi
sitthvað við ævisögur að athuga. Hvað veldur? Hvað er eiginlega
að ævisögum?
Í leit að svörum hef ég að nokkurs konar leiðarljósi Winston
Churchill, stjórnmálamanninn og sagnaritarann þekkta. Um hann
hefur verið skrifað meira en um flesta aðra menn — og fyrst er ein-
mitt að nefna þá kvörtun að í ævisögum sé sjónum helst beint að
meint um stórmennum sögunnar, einkum valdhöfum og frægu fólki
í samfélaginu. Of lítill gaumur sé gefinn að öðrum sem lifðu ekki
guðni th. jóhannesson 45
9 Martin Heidegger, „Dwelling, Building, Thinking“, Basic Writings: from Being
and Time (1927) to The Task of Thinking (1964) (New York: HarperCollins
Publishers), bls. 355; Bjørnar Olsen, „Material Culture after Text: Re-Membering
Things“, bls. 98.
10 Bjørnar Olsen „Material Culture after Text: Re-Membering Things“, bls. 98.
1 Þetta var Englendingurinn Laurence Echard (um 1670–1730) og annálaritun
var annað sem hann baðst forláts á. Sjá t.d. Paul Murray Kendall, „Walking the
Boundaries“, Biography as High Adventure. Life-Writers Speak on Their Art. Ritstj.
Stephen B. Oates (Amherst: University of Massachusetts Press 1986), bls.
32–49, hér bls. 32.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:50 AM Page 45