Saga - 2011, Blaðsíða 78
tískt íhaldssöm. Notkun á grísk-rómverskum og kristnum trúar-
hefðum var takmörkuð við sjálfsrækt og mótun íhaldssamra borg-
aralegra dyggða.
Ekkert varð að sinni úr hugmyndum um endurreisn Alþingis.
Um 1840 kom til sögunnar nýr leiðtogi íslenskra þjóðernissinna í
Kaupmannahöfn, þ.e. Jón Sigurðsson, sem taldi að Alþingi ætti að
mynda kjarnann í verðandi borgarsamfélagi Reykjavíkur. Endur -
reist Alþingi kom síðan fyrst saman í Reykjavík 1. júlí 1845. Þótt Jón
Sigurðsson hafi talið að latínuskólar gegndu réttmætu hlutverki í
uppbyggingu skóla í landinu,63 þá var smám saman farið að líta á
þá klassísku menntun sem boðið var upp á í Lærða skólanum sem
andstæðu alls þess sem Jón var talinn standa fyrir, svo sem nývæð -
ingar, aukins lýðræðis og hagsældar sem og endurbóta í mennta-
kerfinu.
Þótt Fjölnismenn hafi ekki náð pólitískum tilgangi sínum hjálp -
uðu þeir Íslendingum til að tjá tilfinningar sínar gagnvart íslenskri
tungu, ættjörðinni og menningararfleifð með orðræðu sem mótuð
var af upplýstri föðurlandsást og rómantískri þjóðernishyggju.64
Smám saman mótaðist svo það sem við getum kallað orðræðu
hellenismans en að baki henni var hugmyndin um glæsta fortíð
Íslendinga og endurlífgun þjóðarandans með skírskotun til reynslu
Grikkja. Þótt Ísland hefði verið undir erlendum yfirráðum um ald-
ir eins og Grikkir átti landið sína hetjuöld, sérstaka tungu og bók-
menntaarfleifð eins og Grikkland. Finna má vísun til frelsisstríðs
Grikkja allt frá árinu 1827; í „Fréttum“ fyrsta árgangs Skírnis er
talað um hinar norrænu þjóðir, sem komið höfðu Grikkjum til
aðstoðar, sem „einkavini Grikkja“ og „sanna Grikklands-vini“.65 Í
síðari vísunum til Grikkja, hins „nafnfræga frelsisstríðs“ þeirra og
uppreisna gegn konunginum eftir fengið sjálfstæði, eru sömu orð
og orðasambönd stöðugt endurtekin: föðurlandsást og föðurlands-
vinir, ættjarðarást, vilji þjóðar og helg þjóðréttindi, þjóðarandi,
þjóðerni, menntun, frelsi og framfarir, og að lokum hetjudáðir og
glæst fortíð þjóðarinnar. Vísað er til dæma um hetjudáðir Grikkja,
orustunnar í Maraþon og varnar Leonídasar, konungs Spartverja,
clarence e. glad78
63 Jón Sigurðsson, „Um skóla á Íslandi“, Ný félagsrit 2 (1842), bls. 77–83 og 149–155.
64 Guðmundur Hálfdanarson, „From Enlightened Patriotism to Romantic
Nationalism. The Political Thought of Eggert Ólafsson and Tómas Sæmunds -
son“, Norden och Europa 1700–1830. Synvinklar pa ömsesidigt kulturellt inflytande.
Ritstj. Svavar Sigmundsson (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2003), bls. 60.
65 „Fréttir“, Skírnir 1 (1827), bls. 35–36.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 78