Saga - 2011, Blaðsíða 85
Hellas norðursins / Hellas í norðri
Við höfum nú þegar séð allmörg dæmi um það hvernig íslenskir
höfundar báru saman Ísland og Grikkland. Í ljósi þess sem fyrr var
sagt, að samanburðurinn milli Grikkja og Íslendinga hafi æ oftar
tengst umræðunni um frelsi þjóðanna, vekur það athygli að slíkar
samlíkingar virðast ekki hafa verið mjög algengar á Íslandi á síðari
hluta 19. aldar, þótt umræðan um aukið stjórnmálalegt sjálfstæði
hafi orðið meira áberandi þegar líða tók á öldina. Hugsanlega eru
ástæðurnar þær að í Norður-Evrópu fór áhugi á málstað nútíma-
Grikkja minnkandi og gagnrýni á klassíska menntun fór vaxandi á
seinni hluta 19. aldar. Á síðasta áratug aldarinnar fer þó samlíking-
in að koma æ oftar fyrir, einkum í íslenskum þýðingum erlendra
greina þar sem hinir erlendu höfundar höfðu útfært nánar samlík-
inguna milli Íslands og Grikklands. Íslenskir höfundar feta nú í fót-
spor hinna erlendu, bæði í lærðum greinum og kveðskap. En áhuga-
verð málbreyting hefur orðið; í stað þess að talað sé um Grikkland
kemur Hellasmun oftar fyrir, jafnvel í samjöfnuði landanna þar sem
Grikkland er nefnt Hellas suðursins og Ísland Hellas norðursins.88
Þessi breyting á hugtökum er mikilvæg.89 Hún sýnir að inntak
saman burðarins hefur breyst. Nú er ekki lengur einblínt á pólitíska
þróun í Grikklandi nútímans heldur er sjónum aðallega beint að
Grikk landi hinu forna og framlagi hinnar klassísku arfleifðar til
vestrænnar menningar, einnig íslenskrar menningar í hinu fjarlæga
norðri. Sambærilegar breytingar höfðu þá þegar átt sér stað í öðrum
löndum Norður-Evrópu.90
grísk-rómversk arfleifð … 85
88 Sumarliði Ísleifsson, „Barbarians of the North Become the Hellenians of the
North“, Northbound, bls. 111–128. Íslensk þýðing í Ímyndir og ímyndafræði, bls.
120–133. Í þessari grein fjallar Sumarliði um þau breyttu viðhorf sem sjá má í
skrifum erlendra manna um Ísland á 18. og. 19. öld. Sjá einnig Sumarliði
Ísleifsson, Ísland, framandi land (Reykjavík: Mál og menning 1996).
89 Hellas varð æ algengara í ræðu og riti á Íslandi er nær dró aldamótunum 1900.
Elsta dæmið sem ég hef rekist á er í kvæði frá árinu 1870: „Þú Hellas grund og
Fídíass vaggan fríð, fegurðarheimsins móðir ár og síð! (línur 8–9). / „en samt
þær eru stoðin landa og lýða, og ljósi þeirra skrýðist tíminn með“ (línur 16–17).
Í skýringum við síðari línurnar segir: „Grísk menntun og list er sí og æ undir -
staða allra fegurðarverka vorra, og mundum vér aldrei komast lángt í neinu,
ef vér ekki hefðum þá fyrirmynd“ (Benedikt Gröndal „Hugfró“, bls. 54 og 73).
90 Hafin var útgáfa nýs tímarits á Englandi árið 1880 er nefndist Journal of Hellenic
Studies. Í sambandi við hana segir Stray: „The choice of ‚Hellenic‘ is signific-
ant, in that it was surely intended to mark an area of interest wider than
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 85