Saga - 2011, Blaðsíða 157
við Alþjóðasamband kommúnista í Moskvu háttað? Svar Þórs við
spurningunni er afdráttarlaust. Kommúnistaflokkur Íslands var
deild í Alþjóðasambandi kommúnista og algjörlega sniðinn eftir
rússnesku fyrirmyndinni, eins og skýrt var kveðið á um í Moskvu -
setningunum. Flokknum var stjórnað af einræðisherranum Jósef
Stalín, sem hafði alla þræði alþjóðasambandsins í höndum sér eftir
að hafa gert það að órjúfanlegum hluta sovéska skrifræðiskerfisins.
Vald sambandsins í málefnum íslenska flokksins var óvefengjanlegt,
enda kom sambandið á „ótrúlega ströngu og smásmugulegu eftir-
liti“ með starfsemi hans. Kommúnistaflokkur Íslands var „fjarstýrð -
ur byltingarflokkur“ sem háði linnulaust stríð við auðvaldsskipu-
lagið, enda neituðu íslenskir kommúnistar alfarið að sækja að loka-
markmiðinu á grundvelli þingræðis og lýðræðis. Sjálfir lögðu þeir
„ekkert markvert til stefnu flokksins“, ef undan er skilin sú hug-
mynd Einars Olgeirssonar að reyna að taka þjóðernisstefnuna í
þjónustu sósíalismans. Loks fóru foringjar flokksins á hverju ári til
Moskvu í boði alþjóðasambandsins, þar sem þeir „gáfu skýrslur og
tóku við fyrirmælum“ frá yfirboðurum sínum í höfuðstöðvum sam-
bandsins.14
Þessi lýsing Þórs á stefnu og starfi íslenskra kommúnista er
umdeilanleg, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Við skulum byrja á
að skoða stefnu íslenskra kommúnista og athuga hvort forustumenn
þeirra hafi allir talið að valdarán og bylting væri óhjákvæmileg til
að íslenskur verkalýður næði völdum í landinu. Þegar heimildir um
þetta efni eru skoðaðar kemur í ljós að því fer fjarri að þeir hafi allir
verið jafn blindir byltingarmenn og Þór vill vera láta. Í grófum drátt-
um skiptust menn í tvær fylkingar. Annars vegar var kjarni félaga
undir forustu Brynjólfs Bjarnasonar, sem vildi náin tengsl við Al -
þjóða samband kommúnista í Moskvu og stefndi að stofnun bylt-
ingarsinnaðs kommúnistaflokks. Hins vegar var hópur hófsamra
flokksmanna undir forustu Einars Olgeirssonar, sem taldi að flokk-
urinn gæti starfað á þingræðislegum grunni. Aðstæður á Íslandi
væru með öðrum hætti en í flestum löndum Vestur-Evrópu og
íslenskur verkalýður gæti því komist til valda á Íslandi eftir leiðum
þingræðisins.15
Íslenskir sagnfræðingar hafa sýnt þessu atriði takmarkaðan
áhuga. Heimildirnar eru engu að síður ótvíræðar og benda raunar
fimmta herdeildin 157
14 Þór Whitehead, Sovét-Ísland, óskalandið, bls. 74, 77, 94, 130 og 424.
15 Einar Olgeirsson, Kraftaverk einnar kynslóðar, bls. 233–234.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 157