Saga - 2011, Blaðsíða 221
ekki tilvalið að hún tæki sjálf til máls og gerði tilraun til að ræða ofangreind
álitamál, útskýrði hvers vegna sjóðurinn hafi farið að gera kröfur sem sjálfs-
tætt starfandi vísindamenn geta tæplega uppfyllt? Ekki myndi spilla fyrir ef
yfirvöld menntamála, sem er beinlínis ætlað að leggja hinar vísindapólitísku
línur, gerðu skipulega grein fyrir framtíðarsýn sinni — svöruðu því hvernig
sjálfstætt starfandi vísindamenn eigi að fá tækifæri til að stunda sínar rann-
sóknir og keppa á jafnréttisgrundvelli við aðra sem sækja í þá samkeppn-
issjóði sem Rannís hefur umsjón með? Þá eru ótalin háskólayfirvöld, stjórn-
endur allra háskólanna, sem virðast skella skollaeyrum við mjög harðri
gagnrýni sem jafnvel kemur úr þeirra eigin ranni. Ég minni á í þessu sam-
bandi að Magnús Karl Magnússon, prófessor á heilbrigðisvísindasviði
Háskóla Íslands, lýsti því yfir á umræðufundi Vísinda félags Íslands í febrú-
ar 2011 að doktorsnám í HÍ — sem að einhverju leyti er fjármagnað af
Rannsóknarsjóði — væri gjaldþrota!4
Það eru ofangreindar spurningar sem sjálfstætt starfandi vísindamenn,
og reyndar allir fræði- og vísindamenn sem er umhugað um bætt háskóla-
samfélag, óska helst að verði teknar til umræðu af aðilum sem hafa það hlut-
verk að marka brautina á rannsókna- og háskólastiginu. Háskólasam félagið
þarf að taka til gagngerrar umfjöllunar hvað eigi að gera við fólk sem lokið
hefur doktorsprófi. Hvernig ætlar samfélagið að nýta þá miklu fjárfestingu
sem þar hefur verið stofnað til og tryggja um leið að sjónarhorn þeirra sem
stunda sín fræði og vísindi utan hefðbundinna stofnana fái notið sín? Hvers
virði er öflugt, fjölbreytt og margbreytilegt rannsóknastarf almennt? Hér
duga hátíðarræðurnar ekki lengur þegar vísindasamfélaginu blæðir.
Er til of mikils mælst að þeir sem valist hafa til forystu innan háskóla-
og vísindasamfélagsins svari þessum spurningum sjálfir — án útúrsnúninga
eða undanbragða?
rannsóknar(náms)sjóðir 221
3 Það væri til að æra óstöðugan að vísa í alla þá umræðu sem hefur orðið um þró-
un háskólastarfs um allan heim, þar sem háskólar eru í sífellt ríkara mæli reknir
á vinnuafli láglaunafólks — réttindalausra stundakennara, aðjúnkta eða
fastráðinna stundakennara — sem er bundið í þessum stöðum stærstan hluta
starfsævi sinnar. Sjá hér áhugaverða grein eftir William Deresiewicz, „Faulty
Towers: The Crisis in Higher Education“, The Nation 23. maí 2011. Vef. http://
www.thenation.com/article/160410/faulty-towers-crisis-higher-education?rel=
emailNation, sótt 1. maí 2011.
Engum blöðum er um það að fletta að Háskóli Íslands hefur í mörgum til-
fellum kosið að feta þessa leið. Sjá gagnrýni mína á stofnanamenningu háskól-
ans: Sigurður Gylfi Magnússon, Akademísk helgisiðafræði. Hugvísindi og háskóla-
samfélag (Reykjavík: Miðstöð einsögurannsókna 2007).
4 Málþing Vísindafélags Íslands: „Um fjármögnun grunnrannsókna á Íslandi:
Bein framlög eða samkeppnissjóðir?“ Þjóðminjasafn Íslands, miðvikudaginn 23.
febrúar 2011. Frummælendur voru Magnús Karl Magnússon og Jón Torfi Jónas -
son.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 221