Saga - 2011, Blaðsíða 94
horn hafi verið til staðar í skólum landsins í hartnær eina öld hef ég
ekki fundið dæmi um hugsjónastarfsemi á Íslandi sem hvatti til
beinnar þátttöku í baráttu Grikkja, vegna samkenndar Okkar við Þá
í ljósi þess að „Við erum allir Grikkir”, eins og Shelley komst að
orði.117 Áhugi íslenskra klassísista var „fræðilegri” er þeir ræddu
um gagnvirk tengsl Íslands og Grikklands.
Hugmyndafræðileg orðræða um jákvæð áhrif Hellas suðursins
á Hellas norðursins gat hins vegar ekki komið í veg fyrir ósigur
grísk-klassískrar menntunar á Íslandi. Viðhorf til uppeldis og mennt -
unar og aðrar samfélagsbreytingar, með áherslu á lýðræðis þróun,
borgarvæðingu og nýja tækni, leiddu til ákalls um menntun fyrir
alla. Í stað hinna „dauðu tungumála“ ætti að auka kennslu í stærð -
fræði og náttúrufræðigreinum því slíkar greinar væru betur til þess
fallnar að örva vísindalega hugsun og starfsemi en beygingar lat-
neskra og grískra nafn- og sagnorða.118 En þrátt fyrir ósigurinn á
sviði uppeldis- og skólamála höfðu klassísistar fest í sessi orðræðu
sem gerði mönnum kleift að bera saman Ísland og Hellas og arfleifð
beggja í pólitískum tilgangi.
Þótt klassísistar hefðu tapað orustunni var ósigur þeirra ekki
algjör. Gríska var aftur kennd á háskólastigi frá árinu 1914, þegar
Alþingi samþykkti að stofna kennaraembætti í klassískum fræð -
um.119 Alþingismenn ræddu í þaula tillöguna um stofnun þessa
embættis. Fullyrt var að hin klassísku tungumál, sér í lagi latínan,
hefðu verið grundvöllur menntunar „okkar“ frá kristnitökunni og
að erfitt væri að skilja Íslandssöguna fyrir 1800 án kunnáttu í lat-
ínu, sem hafði verið tungumál vísindanna í hinum norræna heims-
hluta. Þá hefðu fjölmörg tungumál orðið fyrir áhrifum frá bæði
grísku og latínu þannig að þekking á forntungunum auðveldaði
allan skilning á hinum nýrri málum. Nýja testamentið væri einnig
lokuð bók fyrir guðfræðinemum án þekkingar á grísku. Þá myndi
fljótt verða skortur á kennurum í latínu bæði í menntaskólunum og
í háskólanum ef ekkert yrði af kennslu í þessari námsgrein í háskól-
anum. Að lokum var fullyrt að „það væri alls ekki heilbrigt fyrir
clarence e. glad94
117 Eugene N. Borza, „Sentimental Philhellenism and the Image of Greece“,
Classics and the Classical Tradition. Ritstj. Eugene N. Borza og Robert W.
Carrubba (Pennsylvania: The Pennsylvania State University 1973), bls. 5–25,
og C.M. Woodhouse, The Philhellenes (London: Hodder & Stoughton 1969).
118 Alexander Bain, „Deilan um Forntungurnar“, Andvari 24 (1899), bls. 131.
119 Alþingistíðindi 1914 A, bls. 193–94 og 311–313.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 94