Saga - 2011, Blaðsíða 223
MORKINSKINNA. Útgefendur Ármann Jakobsson og Þórður Ingi
Guðjónsson. Íslenzk fornrit XXIII–XXIV. Tvö bindi. Hið íslenzka forn-
ritafélag. Reykjavík 2011. 78+332 og 115+270 blaðsíður. Myndir, kort,
nafnaskrá, myndaskrá.
Ritröðin Íslenzk fornrit heldur sínu striki þótt ögn hafi dregið úr ákafanum,
því fjögur ár eru frá því Sverris saga í útgáfu Þorleifs Haukssonar kom á
markað. Morkinskinna rekur raunir Noregskonunga árin 1035–1157 og átti
að koma út fyrr, en líkt og greint er frá í upphafsorðum reyndist vinnslan
tafsamari en við var búist. Útgefendur eru tveir. Ármann Jakobs son lagði
grunn að útgáfu textans og samdi mestan hluta inngangs auk skýringa, en
Þórður Ingi Guðjónsson gekk frá textanum eftir handritum og jók við
skýringar. Í formála útskýrir hann textameðferð (I, bls. v). Þakkar skuldaskrá
í lokin er löng og ljóst að mestu hefur varðað liðsinni Alex Speed Kjeldsen
um torlesna staði og Yelenu Sesselju Helgadóttur um útgáfu og skýringar
vísna (II, bls. lix). Í heildina er þetta verkefni afburða vel af hendi leyst og
óbreyttir íslenskir lesendur fá nú (loksins) aðgang að texta sem reyndar kom
út í norskri og enskri þýðingu árin 2000–2001, en hefur að öðru leyti ein-
ungis legið fyrir í vandfengnum útgáfum Karls Unger í Osló árið 1867 (til á
vefslóðinni archive.org) og Finns Jónssonar í Kaupmannahöfn árin 1928–32.
Óskandi væri að öllum textum allra íslenskra handrita frá miðöldum
yrði komið á prent við alþýðu hæfi og hér er kominn áfangi í þá átt.
Handritið GKS 1009 fol., sem Þormóður Torfason á ofanverðri sautjándu öld
af ókunnum ástæðum nefndi Morkinskinnu, er gefið út eins langt og það
nær. Nokkuð er um skemmdir í handritinu og grípa útgefendur þá til ann-
arra handrita. Allmörg blöð vantar í handritið og er fyllt upp í eyðurnar
með skyldum textum, einkum úr Flateyjarbók (GKS 1005 fol.) en líka Huldu
(AM 66 fol.), Hrokkinskinnu (GKS 1010 fol.) og Fríssbók (AM 45 fol.). Unun
er að fylgjast með vönduðum vinnubrögðum útgefenda við að auðkenna og
jafnvel útskýra samskeytin með hornklofum í texta og jafnframt neðanmáls.
Efst á spássíum er ávallt bókstafur sem sýnir í hvaða handriti lesandi er
staddur. Aðferðin er vandlega útskýrð í formála (II, bls. liv–lv) og hagur les-
enda er tvíþættur: Þeir fá allan texta þeirrar sögu sem ætla má að hafi verið
í ritverkinu Morkinskinnu og átta sig um leið á flókinni varðveislu miðalda-
texta. Skynsamlegt er að taka leshætti handrits fram yfir réttan bragarhátt
(II, bls. lvii) en sérkennileg sú ráðstöfun „að fyrna ungar sagnmyndir“ úr
R ITDÓMAR
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 223