Saga - 2011, Blaðsíða 57
hafs 19. aldar. Seint á 18. öld hófu nokkrir Íslendingar að læra klass-
íska grísku auk latínu og vitað er að sumir þeirra sömdu ljóð bæði á
latínu og grísku.9 Við stofnun Bessastaðaskóla árið 1805 verður, eins
og fyrr segir, gagnger breyting á kennslu í grísku; færist áherslan nú
frá grísku Nýja testamentisins yfir á klassíska grísku þar sem aðal-
lega var stuðst við texta frá fornaldarskeiði og hinu klassíska í sögu
Grikkja.
Lestur klassískra höfunda í skólum landsins á 19. öld var umtals-
verður. Þeir rómversku höfundar sem oftast voru lesnir í Bessa -
staða skóla voru Cicero, Hóras, Virgill og Caesar. Þessir höfundar
voru einnig mest lesnir í Lærða skólanum ásamt Livíusi og Óvíð.
Hvað gríska höfunda áhrærir lásu nemendur í Bessastaða skóla
oftast úr ritum Hómers, Xenófóns, Lúkíans, Platons og Plútarks.
Lestur grískra höfunda var einnig mikill í Lærða skólanum; þar lásu
nemendur aðallega úr ritum eftir Hómer, Heródótos, Xenófón,
Platon og Lúkían.10
Kynslóðir Íslendinga á umbrotatímabili í sögu þjóðarinnar
mótuðust þannig af menntun er lagði ríka áherslu á lestur bæði
grískra og rómverskra texta frá hinni klassísku fornöld. Hin klass-
íska hugmyndafræði skólanna greiddi götuna fyrir nýrri menning-
arstarfsemi. Þýðingar klassískra texta, bæði í bundnu og óbundnu
máli, stuðluðu að blöndun klassískra og norrænna stefja í ljóðagerð
og mótuðu jafnframt viðhorf manna til samblands klassískrar og
norrænnar menningar og hugmyndir um framlag hinnar klassísku
arfleifðar til heimsmenningarinnar. Meðal Grikkja og Rómverja
grísk-rómversk arfleifð … 57
9 Magnús Stephensen lærði grísku í Kaupmannahöfn og síðar hjá Hannesi
Finnssyni biskupi. Hjá honum las hann Ilíonskviðu Hómers, og eitthvað úr rit-
um eftir Heródótos og Epiktet. Lbs. Lbs. 852, 8vo. (frá 1780) hefur að geyma
efni með grískum athugasemdum Magnúsar um fyrsta hluta Ilíonskviðu og
nokkur rit Epiktets. Einnig er hér að finna athugasemdir Sveinbjarnar Egils -
sonar við nokkra texta úr Nýja testamentinu sem og Epiktet. Sjá Finnbogi
Guðmundsson, Hómersþýðingar Sveinbjarnar Egilssonar (Reykjavík: Bókaútgáfa
Menningarsjóðs 1960), bls. 16–18.
10 Upplýsingar í þessari málsgrein eru byggðar á rannsókn minni á óútgefnum
skólaskýrslum Bessastaðaskóla 1805–1840, í Biskupsskjalasafni Þjóðskjalasafns
Íslands, og útgefnum skólaskýrslum 1840–1904. Ég geri ítarlega grein fyrir
þætti klassískra fræða í íslenskri menningarsögu í væntanlegri bók minni,
Klassískar menntir á Íslandi. Í viðaukum bókarinnar eru ítarlegar upplýsingar
um þau klassísku rit og höfunda sem lesnir voru í Bessastaðaskóla og Lærða
skólanum, ásamt upplýsingum um kennslumagn í grísku, latínu og fornaldar -
fræðum í samanburði við aðrar kennslugreinar.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 57