Saga - 2011, Blaðsíða 220
sókna og ferðir til útlanda — og hins vegar hinir sem njóta hennar á þann
hátt sem að framan greinir.
B. Svo sérkennilega vill til að doktorsnemar við Háskóla Íslands og örugg-
lega einhverja aðra háskóla hafa í auknum mæli fengið úthlutað verk-
efnastyrkjum Rannsóknasjóðs um leið og sérstakur sjóður eyrnamerktur
þeim er jafnframt í umsýslu Rannís. Enn hafa ekki fengist skýr svör
hvers vegna skilin milli þeirra eru ekki greinilegri en raun ber vitni og
hvers vegna það er látið viðgangast að háskólakennarar sæki um verk-
efnastyrki í eigin nafni fyrir umbjóðendur sína, doktorsnemana. Enn og
aftur er samkeppnisstaðan skekkt svo um munar, sjálfstætt starfandi vís-
indamönnum í óhag.
Eins og ég bendi á í ádrepu minni í Sögu 2010 er mjög auðvelt að koma í veg
fyrir þennan hringlandahátt með því til dæmis að setja skýrar reglur um
það hverjir geti sótt um verkefnastyrki. Mín tillaga er að það séu eingöngu
sjálfstætt starfandi vísindamenn sem þar eru gjaldgengir, en um leið legg ég
til að framhaldsnemar verði að tengjast með beinum hætti öllum öndvegis-
umsóknum sem fái brautargengi, ásamt starfandi vísindamönnum, inn-
lendum og erlendum. Rannsóknarnámssjóður verði svo að sjálfsögu að öllu
leyti ætlaður nemendum sem stunda framhaldsnám á háskólastigi en
úthlutunarhlutfall hans hefur því miður verið smánarlega lágt, eða 10% í
síðustu úthlutun.
C. Háskólayfirvöld sem hafa doktorsnema á sínum snærum, til dæmis í
hug- og félagsvísindum, hafa ekki enn sagt nemendum sínum hvernig
þeir eigi að sjá sér farborða þegar samkeppnissjóðir virðast nánast vera
eyrnamerktir fólki í föstum háskólastöðum vegna áðurnefndra krafna.
Hvert á hlutskipti þessara ungu doktora að vera eftir að rannsókn-
arstöðustyrkjunum sleppir (þriggja ára styrkjum sem veittir eru örfáum
nýdoktorum fljótlega eftir doktorspróf)? Þegar sá hópur fyllir raðir
sjálfstætt starfandi vísindamanna er staða hans í flestum tilfellum frem-
ur vonlaus, eins og að framan greinir, nema þeir komist undir verndar-
væng háskólastofnana. Það er hins vegar einungis orðið hlutskipti
fámenns hóps þeirra sem útskrifast með doktorspróf hér á landi eða
erlendis — lausamennska, með óreglulegum og satt best að segja
smánar legum launum, er örlög mjög margra sem lokið hafa þessu æðsta
prófi akademíunnar.3
Með fullri virðingu fyrir Magnúsi Lyngdal Magnússyni þá held ég að þetta
séu atriði sem fólkið sem tekur ákvarðanir um framtíð og stefnu Rann sókna -
sjóðs þurfi að ræða af hreinskilni og án undanbragða, vegna þess að hér eru
pólitísk mál á ferð — vísindapólitísk. Hér á ég við formann vísindanefndar
Vísinda- og tækniráðs, Guðrúnu Nordal prófessor, sem sendi mér bréf eftir
að greinin mín í Sögu birtist og þakkaði fyrir málefnalega umræðu. Væri
sigurður gylfi magnússon220
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 220