Saga - 2011, Blaðsíða 203
vegar og iðnaðar hins vegar. Þær persónur sem helst koma við sögu eru
lista- og menntamenn, skáld, kennarar og stjórnmálafólk, og þá meðal ann-
ars ritstjórar kvennatímarita, en auk þess, eins og gefur að skilja, arkitektar
og húsgagnasmiðir.
Í síðari hluta ritgerðarinnar er viðfangsefnið hins vegar komið í annað
samhengi. Nú eru það ekki stjórnmálaátök, samfélags- og menningardeilur
sem skapa bakgrunn og grundvöll þeirrar hönnunarsögu sem Arndís er að
rekja. Skáldin, listamennirnir og stjórnmálfólkið er að mestu horfið af vett-
vangi. Þar með eru hvorki til umfjöllunar áhrif kalda stríðsins né húsmæðra-
hyggja eftirstríðsáranna. Svo virðist sem jafnvel arkitektarnir séu komnir á
hliðarlínuna. Merkilegir frumkvöðlar og áhrifamenn íslenskrar húsagerðar-
listar koma lítið við sögu. Hér má til dæmis benda á Manfreð Vilhjálmsson.
Hann er nefndur einu sinni í tengslum við sýningu Félags húsgagnaarki-
tekta árið 1961 en hvergi er minnst á framlag hans sem arkitekts, né heldur
á misheppnaða en áhugaverða tilraun hans og listamannanna Dieters Roth
og Magnúsar Pálssonar frá árinu 1962, þ.e.a.s. húsgagnaverslunina Kúluna
á Skólavörðustíg. Svipaða sögu er að segja af hugmyndum og verkum arki-
tektanna Sigvalda Thordarsonar, sem mótaði umgjörð margra nútímaheim-
ila, og Harðar Bjarnasonar, sem um langt árabil var húsameistari ríkisins.
Eftir stríð eru til skoðunar hagrænir þættir frekar en hræringar á sviði
stjórnmála eða samfélags, þ.e.a.s. starfsumhverfi íslensks húsgagnaiðnaðar,
sýningar og markaðsmál, höft, sjóðir og nefndir. Auk þess eru í forgrunni,
eins og í fyrri hlutanum, innanhússhönnuðir og verk þeirra, en umfram allt
húsgagnaarkitektar, húsgagnasmiðir, verkstæðin og gripirnir sem þeir
framleiddu. Af þessu mætti ráða að eftir stríð hafi umræðan um híbýlahætti,
hönnun og húsbúnað verið orðin sérhæfðari og jafnframt að smekkur fólks
og hönnun húsa og húsbúnaðar hafi ekki lengur verið stórpólitískt deiluefni
með samfélagslega skírskotun. Hugsanlega má það til sanns vegar færa og
ég sé í sjálfu sér ekki ástæðu til að draga í efa þá fullyrðingu Arndísar að
kaflaskil hafi orðið í íslenskri hönnunarsögu við lok seinni heimsstyrjaldar,
að þá hafi hugmyndir módernismans verið orðnar ráðandi í íslenskri bygg-
ingarlist og hönnun (bls. 8 og víðar). Að sama skapi er væntanlega rétt sú
niðurstaða hennar að þegar módernisminn komst á skrið eftir stríð hafi
aðgreining í húsbúnað fyrir heimili í sveit eða kaupstað horfið, borgaraleg
sjónarmið hafi orðið ráðandi (bls. 269).
En það hefði þurft að fjalla meira um ástæður þessara breytinga.
Hvernig hafði umhverfi íslenskra híbýlahátta breyst eftir seinna stríð? Voru
það aðrir straumar sem mótuðu smekk Íslendinga og annars konar fólk sem
réð því hvað þeir keyptu sér inn á heimilin? Það hefði með öðrum orðum
þurft að gera betri grein fyrir því hvers vegna saga íslenskrar hönnunar og
smekkmótunar er komin í annað samhengi í seinni hluta ritgerðarinnar.
andmæli 203
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 203