Saga - 2011, Blaðsíða 228
móta skilning höfundar á samsteypunni. Undirrituðum virðist sjálfum að
færa megi jafngóð eða þungvægari rök fyrir að Þorsteinn böllóttur
Snorrason hafi verið safnandinn en varlegast sé að miða ekki við ákveðinn
einstakling.
Höfundur hefur líka farið inn á aðrar brautir. Hann hefur ósjaldan í
greinum sínum beint athygli sérstaklega að ættfræði í Sturlungu og telur að
í ættartölum hennar megi finna rök fyrir völdum; ættaskrár séu birtar til að
styðja valdatilkall bestu manna, í þeim hafi talist vera fólginn réttur til
valda, einkum ef ættirnar höfðu fornar rætur. Titil verksins, Ætt og saga,
mun eiga að rekja til þessa skilnings. Þetta er sannfærandi og lesendur hljóta
sumir að sakna þess að höfundur skyldi ekki gera nánari grein fyrir þessu.
Hann nefnir þetta á víð og dreif í ritinu (t.d. bls. 36, 57, 103, 108 og 257), en
kærkomið hefði verið að fá sérstakan kafla um efnið.
Erfitt er að gera miklu verki rækileg skil í stuttri umsögn. Hér er mikið af
góðum athugunum og má ekki síst benda á VI. kafla, „Sturla Þórðarson
sagði fyrir Íslendinga sögur“; vegna góðrar heimildarýni á kaflinn sérstakt
erindi til allra sagnfræðinga sem fást við íslenskar miðaldir.
Bókin er vel prófarakalesin og ég vænti að annar frágangur texta sé eftir
því, svo sem tilvitnana. Með fylgir skrá manna-, ættar- og staðarnafna og
um nöfn bókmenntaverka. Sérstök skrá fylgir um nöfn fræðimanna, sem til
er vísað, og er það óvenjulegt. Þetta virðist allt vandað. (Bók Byocks, Feud in
the Icelandic saga, er að vísu ekki nefnd í heimildaskránni þótt til hennar sé
vísað (bls. 84)).
Óheppilegt þykir mér að nota miðaldaorðalag um Hákon gamla og kalla
hann „einvaldskonung“ (bls. 187). Vissulega ríkti hann einn (e. monarch) en
einveldi og einvaldur er annars notað um sérstakt stjórnarfyrirkomulag sem
tekið var upp á Íslandi 1662. Þá segir að konungur hafi ætlast til að íslensk-
ir höfðingjar yrðu skattgildir honum (bls. 38 og 216), en óvíst er hvort hand-
gengnir menn íslenskir hafi búist við að verða skattgildir.
Engin bók er án hnökra eða villna en ég fann lítið af slíku. Á einum stað
stendur, „Oddaverjar ráku ættir sínar …“ (bls. 139). Þá segir í bókinni að
landneminn Geirmundur heljarskinn hafi verið „sá eini sem var af kon-
ungakyni“ (bls. 237), en það er líklega rangt. Gissur Þorvaldsson er kallaður
„lendur maður Noregskonungs“ (bls. 185); það var hann varla en hins vegar
varð hann snemma skutilsveinn konungs. Er því lítt skiljanlegt að hann
skuli hafa hæðst að konungi í Apavatnsför, eins og höfundur telur (bls. 170
og 179). Þetta eru smávægileg atriði og þjónar vart tilgangi að nefna þau,
nema þá kannski þeim að sýna að undirritaður hafi lesið bókina með nokk-
urri athygli.
Bókin er mikill áfangi í fræðimennsku höfundar og hann getur sannar-
lega verið ánægður með sitt mikla verk.
Helgi Þorláksson
ritdómar228
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 228