Saga - 2011, Blaðsíða 115
Samantekt HSBC um tilboðin í Búnaðarbankann var kynnt á
fundi framkvæmdanefndarinnar 4. nóvember 2002. Fram kemur í
fundargerð að fulltrúi HSBC hafi sagt S-hópinn álitlegri kost en
Kaldbak „hvort sem Société Générale væri með eða ekki“. En einn
þeirra þátta sem vógu þyngst var „þekking og reynsla af fjármála-
mörkuðum“.43 Um S-hópinn var sagt í fundargerð nefndarinnar að
Société Générale „eða annar alþjóðlegur fjárfestir væri meðal hlut-
hafa“. Á þessum sama fundi framkvæmdanefndarinnar var bókað
að ákveðið hefði verið að fá „nánari skýringu á hlutverki Société
Générale í fjárfestahópnum“. Mál þetta var rætt á öðrum fundi
nefndar innar síðar sama dag og samkvæmt fundargerð kom fulltrúi
HSBC og gerði nefndinni grein fyrir samskiptum S-hópsins við
franska bankann. Á þessum sama fundi ákvað framkvæmdanefnd-
in að mæla með því við ráðherranefnd um einkavæðingu að gengið
yrði til samningaviðræðna við S-hópinn, en í ráðherranefnd um
einkavæðingu sátu tveir ráðherrar frá hvorum stjórnarflokki, Davíð
Oddsson forsætisráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra frá
Sjálfstæðisflokki og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Val -
gerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra fyrir Framsóknarflokk. Hver
þessara fjögurra ráðherra skipaði einn nefndarmann í framkvæmda -
nefnd um einkavæðingu, en formaður hennar var Jón Sveinsson,
fulltrúi utanríkisráðherra.44
Í bréfi framkvæmdanefndarinnar til ráðherranefndarinnar sagði
orðrétt:
Það er niðurstaða HSBC, sbr. meðfylgjandi vinnuskjal, að hópur sem
samanstendur af íslenskum félögum sem mynduðu S-hópinn auk
eins [svo] eða fleiri erlendra fjármálastofnana, þ. á m. franska bank-
ans Société Générale, uppfylli betur þær væntingar sem gerðar eru
til kjölfestufjárfestis í Búnaðarbanka Íslands hf. Leggur fram-
sagan af einkavæðingu búnaðarbankans 115
43 Fundargerð framkvæmdanefndar um einkavæðingu, 4. nóvember 2002. (Fyrri
fundur.) Skjalasafn forsætisráðuneytis.
44 Harðar ádeilur Davíðs Oddssonar á Baug og stjórnendur þess félags urðu
þessa valdandi að Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, sagði sig úr fram-
kvæmdanefnd um einkavæðingu í lok janúar 2002 og í sæti hans settist Ólaf-
ur Davíðsson, en nýr formaður framkvæmdanefndarinnar varð Jón Sveinsson,
tilnefndur af utanríkisráðherra. Aðrir nefndarmenn voru Sævar Þ. Sigur -
geirsson, tilnefndur af viðskiptaráðherra, og Steingrímur Ari Arason, fulltrúi
fjármálaráðherra. Steingrímur Ari gekk úr nefndinni í september 2002 og við
tók Baldur Guðlaugsson.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 115