Saga - 2011, Blaðsíða 51
ar hvörf eða tímamót. Gott dæmi um slíkt má finna í frábærri bók
Thorkilds Hansen um Knut Hamsun; hún hefst á minningargrein
Hamsuns um Adolf Hitler sem birtist í Aftenposten síðasta dag
seinni heimsstyrjaldar, og öll bókin er tilraun til þess að reyna að
skilja þennan óskiljanlega gjörning. Svarið við þeirri spurningu felur
í sér víðfeðma tilraun til að greina persónu Knuts Hamsun.
Einn kostur við aðferð af þessu tagi er að oft tekst höfundi
þannig að ná taki á lesandanum, sem höfundar hljóta að sækjast
eftir. Allir skrifa bækur í þeim tilgangi að þær séu lesnar, helst til
enda, og að lesandi verði fyrir áhrifum. Stundum finnst manni eins
og höfundar ævisagna séu full feimnir við að nota ýmsar aðferðir,
til dæmis úr smiðju skáldsagnahöfunda, til áhrifsauka, og ef til vill er
ástæða til að hvetja þá til dáða í þeim efnum. Almennt séð hafa
íslenskir ævisagnahöfundar farið varlega í slíkt, til dæmis sviðsetn-
ingar, enda hafa sumir deilt á þær. En sé undirstaða bókar fræðilega
traust og heimildanotkun á hreinu, er ekkert því til fyrirstöðu að
höfundur taki sér annað slagið stöðu utan við frásögnina og leggi
mat á heimildirnar, „skáldi í skörðin“ eða velti vöngum, enda sé les-
andanum það algerlega ljóst. Áhugasamur lesandi hefur oftast nær
gaman af slíkum vangaveltum út frá efninu, þar sem heimildirnar
þrýtur, og vill jafnframt vita hvað höfundur „heldur“ eða „álítur“
um hluti sem aldrei verða sannaðir eða sýnt óvefengjanlega fram á.
Og þar sem höfundur hefur væntanlega kannað eða lesið flestallar
tiltækar heimildir um viðfangsefnið, má halda því fram að álit hans
eða túlkun hafi sjálfstætt gildi þótt ekki sé það neinn sannleikur.
Sem dæmi má nefna að mér fannst ég ekki geta vikið mér undan því
að hafa skoðun á ástamálum Jónasar Hallgrímssonar, þótt hver
maður geti sagt sér að auðvitað viti ég ekkert frekar en nokkur annar
hvort hann elskaði Kristjönu Knudsen meira en Þóru Gunnars -
dóttur — eða bara einhverja aðra.
Í þessu sambandi má nefna að ævisögur skálda hafa ákveðna
sérstöðu. Goethe kallaði sjálfsævisögu sína Dichtung und Wahrheit,
skáldskapur og sannleikur, og sá sem skrifar sögu skálds þarf að
takast á við flóknar spurningar: Hversu mikið af lífi og tilfinningum
hvers skálds liggur í verkum þess? Að hvaða marki er hægt að túlka
verk ævisögulega? Þar sem sjónarhorn ævisögu er alltaf ævisögu-
legt, að sjálfsögðu, hlýtur höfundur að horfa á verkin úr þeirri átt,
en þá þarf sem oftar að gæta sín á öfgum og lesa saman ævi og verk
í þokkalegu jafnvægi. Hættan á dólgalestri, sem setur skáldið alls
staðar þar sem „ég“ kvæðis er að finna, má hins vegar ekki koma í
páll valsson 51
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:50 AM Page 51