Saga - 2011, Page 205
sögulega samhengið og jarðveginn. Þjóðminjasafn, Listasafn Íslands og
Menningarsjóður skjóta upp kollinum án skýringa, sem er miður því þessar
stofnanir og tilurð þeirra skipta miklu fyrir þá sögu sem verið er að rekja.
Stundum læðist að manni sá grunur að köflum hafi verið sleppt eða þeir
færðir til án þess að hugað hafi verið að heildarsamhenginu.
Nú er ég alls ekki að kalla eftir snyrtilegri framvindu þar sem eitt leiðir
af öðru. Eins og lög gera ráð fyrir í rannsókn af þessu tagi er viðfangsefnið
flóknara og margþættara en svo að unnt sé að fella það í einfalda línulega
frásögn; nálgunin hlýtur að þurfa að vera þematísk. En vandinn er sá að
efnis atriði rannsóknarinnar, þemun, virðast ekki hafa verið nógu vel skil-
greind í upphafi, eða í það minnsta ekki raðað nógu skipulega upp. Oft er
snúið að fylgja frásögninni eftir og skilja hvaða leið er verið að fara, átta sig
á hvaða hlutverki tiltekin atriði gegna í heildarsamhenginu og hvers vegna
sum þeirra fá meira vægi en önnur. Hér nefni ég til dæmis það ójafnvægi
sem mér virðist vera í umfjöllun um mótun nútímahíbýlahátta á milli-
stríðsárunum í dreifbýlinu annars vegar og þéttbýlinu hins vegar. Töluvert
er fjallað um Teiknistofu landbúnaðarins og áhugann á að finna sveita-
heimilunum tilhlýðilegan húsbúnað. Hliðstæða hennar í þéttbýlinu, þ.e.a.s.
þau lög og þau samtök sem stóðu að verkamannabústöðunum í Reykjavík
fá hins vegar lítið vægi þótt gera megi ráð fyrir að verkamannabústaðirnir
skipti síst minna máli í sögu íslenskrar smekkmótunar og hönnunar en
Teiknistofan sem var til húsa í Búnaðarbankanum. Verkamannabústaðirnir
eru nefndir nokkrum sinnum, en þá oftast í framhjáhlaupi.
En eftir því sem ritgerðinni vindur fram skýrist þráðurinn, meginstefin
verða greinilegri og að mínu viti hefur Arndís náð mun betri tökum á
viðfangsefninu í síðari hlutanum. Í köflunum um „Scandinavian Design“ á
Íslandi, smekkmótun millistríðsáranna og „nýju húsgagnaframleiðsluna“
tekst henni oft vel að tefla saman ólíkum sjónarhornum og vinna úr marg-
breytilegum heimildaforðanum. Þar nýtist að sama skapi vel sú yfirsýn sem
Arndís hefur yfir erlendar rannsóknir á hönnunarsögu. Allt leiðir þetta til
þess að greiningin verður bæði áhugaverð og sannfærandi.
Efnistökin verða þannig skýrari og traustari eftir því sem á líður, en um
leið verður ljóst að áhrifavaldar sem vega þungt í fyrstu köflunum verða
útundan. Ég nefndi þetta áður, þ.e.a.s. hvernig stjórnmálin, kvennahreyf-
ingin, lista- og menntamennirnir, stíga niður af sviðinu. Og þótt ég sé í aðra
röndina sátt við að sjónarhornið sé þrengra í köflunum eftir seinna stríð þá
kemst ég ekki hjá töluverðri eftirsjá eftir tengingu við stjórnmála-, hug-
mynda- og menningarsöguna. Af dæmum sem tilgreind eru í ritgerðinni má
ráða að sjálfstæðisárátta Íslendinga hafi leitt til tortryggni gagnvart norrænu
samstarfi á sviði listiðnaðar og hönnunar. Í framhaldi af því er freistandi að
draga þá ályktun að amerísk fagurfræði hafi haft meiri áhrif á híbýlahætti
Íslendinga en annarra Norðurlandabúa. Eins kemur upp í hugann ofurá-
hersla Íslendinga á að fá helst að búa einir og sér, í húsnæði sem þeir eiga
sjálfir, og hafa greiðan aðgang að hraðbrautum og bílastæðum. Að því leyt-
andmæli 205
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 205