Breiðfirðingur - 01.04.1954, Blaðsíða 12
2
BREIÐFIRÐINGUR
En gleymdu því aldrei að sundrungin seið
mun sífellt að baki þér kynda
sá ófreksjudjöfull, sem öllu af leið
frá œskunnar draumum vill hrinda.
Hann bindur og eyðir því bezta, er þú átt
og beygir þig niður, ef vogar þú hátt.
Ef œskunnar marki þú œtlar að ná
þú aldrei mátt líta til baka,
þá vísast mun seiðurinn vinna þig á,
og vega til eilífra saka,
og eldurinn slokkna' er þú áttir í barm
og óskimar hverfast í vonbrigði og harm.
ó, breiðfirzka œska þín blikandi sund,
þau benda á ljómandi vegi,
ó, geymdu þau sólglit í lífsglaðri lund
er lýsi á sérhverjum degi,
um braut þeirra allra, sem birtuna þrá,
en berast œ lengra um myrkvaðan sjá.
Lát stormanna óblíðu. aflrömmu tök,
þér árœði og drenglyndi skapa,
sem aldrei gefst upp við þau ragnanna rök,
sem ráða hver vinnur og tapar,
en byrjar þar alltaf, sem áður var hœtt,
unz allt er að síðustu fundið og grœtt.
Lát kvöldfegurð djúpanna fœra þér fró
og fegurð í ástanna draumum.
Lát ilmandi, björk gefa unað og ró
hjá altœrum lindanna straumum.
Lát víðsýnið skapa þér vizku og mátt
og vormorgundýrð benda sál þinni hátt.
Árelíus Níelsson.