Breiðfirðingur - 01.04.1954, Blaðsíða 45
BREIÐFIRÐINGUR
35
að missa sjónina, og var hann blindur í 17 ár. Mikið hefur
það verið erfitt fyrir hinn atorkusama mann, að verða nú
að sjá allt með annarra augum, en oftast var leitað ráða til
hans með það, sem gera þurfti, því börnin voru þá flest,
innan við fermingu.
Sturlaugur dó 1920, áttatíu og tveggja ára að aldri.
Herdís var trúkona mikil, elskaði frelsarann og hið
helga krossmark. Las hina helgu bók, Biblíuna mikið og
trúði hennar orði. Hún var hreinlynd og þoldi ekki að talað
væri illa um aðra í hennar áheyrn, hún tók jafnan svari
lítilmagnans og greiddi götu þeirra, sem bágt áttu, að svo
miklu leyti, sem hún gat. Hún var svo greiðug að hún færði
sig úr fötum til að gefa, ef ekki var annað fyrir hendi.
Það sannaðist á henni, að hægri höndin vissi ekki, hvað sú
vinstri gerði.
Hún tók dóttur nágranna síns, inn í sitt heimili, sem
lögzt var í rúmið í sinnisveiki, og komst hún til heilsu. Þá
tók hún 2 drengi til fósturs eftir að maður hennar var orð-
inn blindur, annan átti stjúpdóttir hennar, sem kom heim
í átthagana, til að fæða barn sitt og deyja, eftir 13 ára burt-
veru. Ekki mun hinum blinda föður hafa verið tilkynnt lát
dóttur sinnar, á annan hátt en sem venjulega frétt. Má því
geta nærri, að hann hafi langað að rétta hinum móðurlausa
sveini hjálparhönd, þó að hann fyndi vanmátt sinn til þess.
En hin góðhjartaða kona hans leysti þá vandann fljótt. Fór til
lands um hávetur, með elzta son sinn, tengdadóttur og einn
vinnumann. Var þá fátt verkfærra manna eftir heima. En
þetta átti að vera skyndiferð. Margt fer þó stundum öðru-
vísi en ætlað er. Það gerði afspyrnurok með frosti og fann-
ko~>u, svo fólkinu gaf ekki aftur til baka uppundir hálfan
mánuð. Það missti frá sér bátinn og allt sem í honum var,
°g var hann á reki við eyjarnar í marga daga. En svo var
forsjóninni fyrir að þakka, að heimilisfólkið sá bátinn aldr-