Breiðfirðingur - 01.04.1954, Blaðsíða 44
34
BREIÐFIRÐINGUR
árs dó systir hennar. Árið 1887 giftist hún Sturlaugi Tóm-
assyni, hann var dóttursonur séra Jóhannes, prests í Garps-
dal, hins mætasta manns, stóðu því að honum styrkar stoð-
ir víðsvegar um Breiðafjörð. Sturlaugur var ekkjumaður
og var Herdís 20 árum yngri en maður hennar. Mikið starf
beið hinnar ungu konu, margt fólk í heimili, auk þess 5
móðurlaus börn, sem hún þurfti að annast, sem sín eigin.
Þeim hjónum, Herdísi og Sturlaugi, varð 14 barna auðið,
10 komust til fullorðins ára, en 4 fyrstu börnin misstu þau
í æsku. Þau söknuðu sárt barnanna sinna ungu, enda ætlaði
það að verða ofraun móðurinni, þegar hún varð að sjá á
eftir tveggja ára dóttur, mesta efnis barni. Þá átti hún ekk-
ert eftir. Hún minntist þess þegar hún heyrði svipuð tilfelli,
hyað.það væri sárt að sjá þessi litlu börn kveðja lífið, svo
að segja þegar það væri að byrja. En styrkur þeirra í hinni
niiklu sorg, var trúin á Guð og handleiðslu hans, því þau
treystu honum í öllu.
Þegar Herdís var 41 árs fluttu þau hjón í Akureyjar á
Breiðafirði, var hún þá búin að vera 27 ár í Fagradal, sem
henni þótti mjög vænt um og kallaði, „dalinn sinn góða.“
Sturlaugur var búmaður mikill og var talinn mestur bóndi
í sinni sveit. Á sínum yngri árum stundaði hann sjóróðra
undir Jökli, en haust og vor, var hann við róðra í Bjarneyj-
um, og hélt hann þeim vana lengi eftir að hann fór að búa,
því marga var munnana að metta, og margur var fátækl-
ingurinn í kringum hann, sem hann tók ávallt með sér.
Hann var talinn mjög heppinn formaður. Smiður var hann
góður, bæði á tré og járn, mátti segja að allt léki í hendi
hans.
Þau hjón voru mjög samhent með alla vinnu, því að hún
var á sínu sviði jafn fjölhæf húsmóðir, hagsýn og handlagin.
Og þrifnaður hjá báðum í bezta lagi. Sturlaugur varð fyrir
því þunga áfalli, skömmu eftir að hann kom í Akureyjar,