Breiðfirðingur - 01.04.1954, Blaðsíða 90
80
BREIÐFIRÐINGUR
Jón: Og hvergi held ég að séu sannari Islendingar en
við Breiðafjörð. Og það segja bæði presturinn og sýslumað-
urinn, að móðurmálið blessað hafi hvergi verið talað rétt-
ara, allt frá dögum Snorra Sturlusonar.
Sigga: Það held ég nú líka, Jón minn. Himnafaðirinn
vakir yfir okkar byggð. Og við ættum að reyna að vaka
yfir okkar börnum og barnabörnum, svo að þau verði sann-
ir Breiðfirðingar, hvar sem þau eru og hvernig sem veröld-
in lætur.
Jón: Þetta líkar mér að heyra. Þú gleymir ekki gömlum
æskustöðvum í öllum glaumnum í höfuðborginni.
Sigga: Nei, það segi ég satt. Þá væri ég víst farin að
gleyma sjálfri mér, ef ég gleymdi því heima við blessaðan
fjörðinn minn. En heyrðu hérna Jón, má ekki flytja mold
í þessum flugvélum, sem þið eruð farnir að ferðast í heim-
an að?
Jón: Mold? Nú ertu víst eitthvað að tapa þér blessuð.
Sigga: Nei, onei, en ef svo væri, þá ætla ég að biðja
þig að koma með þrjár rekur af mold, næst þegar þú kem-
ur í bæinn. Þú gætir haft þær með þér í posa.
Jón: Nei, hættu nú alveg. Og hvað ætlar þú svosem að
gera við þessi moldarkorn?
Sigga: Ég ætla sjáðu að biðja prestinn sem jarðar mig,
að láta þau á kistulokið mitt. Ég held altént að ég hvílist
betur ef moldarkornin eru breiðfirzk.
Jón: Jæja , og ég sem hélt að þér hefði þótt svo kalt og
dimmt og því hefðir þú flúið í burtu.
Sigga: En sólskinið og vorið sigrar alltaf í minningum
gamla fólksins, Jón minn. Og nú ætti ég víst að fara að koma
með kaffisopa handa þér.
Jón: Ekki er neitt á móti því, Sigga mín. Annars drakk
ég nú sopann minn heima í morgun áður en ég fór.
Árelíus Níelsson.