Breiðfirðingur - 01.04.1954, Blaðsíða 15
BREIÐFIRÐINGUR
5
þar til fleiri norskir bændur fluttust hingað, og á síðustu
tugum 9. aldar byggðust að mestu öll héruðin umhverfis
Breiðafjörð. Kom þangað margt mætra manna og vel ætt-
aðra, bæði karlar og konur og geymast nöfn ýmissa afkom-
enda þeirra á spjöldum sögunnar.
A 10. öldinni gjörast við Breiðafjörð margir sögulegir
atburðir, er svo að heyra, að þá hafi verið þar mannval
mikið, þó ekki væru þeir allir auðnuríkir. Olafur Höskulds-
son í Hjarðarholti er álitinn einn með beztu mönnum sem
uppi hafa verið. Þeir Gestur Oddleifsson og Snorri goði á
Helgafelli voru taldir með vitrustu mönnum þeirrar aldar.
Fyrsti íslenzki sagnaritarinn, Ari prestur Þorgilsson hinn
fróði, var Breiðfirðingur, fæddur á Helgafelli 1068, son-
arsonur Gellis sonar Guðrúnar Ósvífursdóttur og Þorkels
Eyjólfssonar. Á hann skilið þakklæti allrar íslenzku þjóð-
arinnar á öllum öldum fyrir að hefja hið mikla starf —
sagnritunina. — Fátt eða ekkert hefur orðið hinni íslenzku
þjóð blessunarríkara en sagnritunin, og hætt er við að málið
okkar „hið mjúka og ríka“ hefði orðið æði miklu fátæk-
legra — ef það væri þá ekki alveg týnt — ef sagnaritanna
hefði ekki notið við. Sá, sem frægastur er allra Islendinga,
sagnaritarinn Snorri Sturluson, var líka Breiðfirðingur —
af ætt Sturlunga, fæddur í Iivammi í Dölum 1178.
Eftir 1300 fer að dimma yfir íslenzku þjóðlífi, konungs-
valdið eykst — kirkjuvaldið sömuleiðis — hvorttveggja
beitir kúgun á ýmsum sviðum, menning og þróttur hinnar
frelsisunnandi íslenzku þjóðar minnkar. Yið og við er þó
svo að sjá, sem Islendingar reyni að spyrna við fótum og
mótmæla kúguninni, koma þá breiðfirzk byggðarlög stund-
um við sögu, t.d. 1513 er Leiðarhólms-samþykktin er gjörð.
Þegar aftur fer að vora í íslenzku þjóðlífi og endurreisn-
armennirnir koma fram hver af öðrum, á Breiðafjörður
þar sinn fulltrúa, skáldið Eggert Ólafsson úr Svefneyjum.