Breiðfirðingur - 01.04.1954, Blaðsíða 89
BREIÐFIRÐIN GUR
79
Jón: En þú gleymir að minnast á breiðfirzku sjómenn-
ina. Það er nú eitthvað til að tala um, aðrir eins sægarpar
og víkingar. Þar má nú nefna hetjur af konunga kyni Auðar
og Geirmundar heljarskinns. Eða þá Eiríkur rauði og Leif-
ur heppni, það voru sko Breiðfirðingar, kerli mín.
Sigga: En það er nú svo langt síðan að þeir voru á foldu,
að ég held það sé nú farið að gleymast, sem þeir gerðu.
Jón: Og lengi lifir í kolunum, þó mörgu fari nú aftur
síðan þessir mótorar komu. Og enginn fæst til að snerta á
ár, og enn færri kunna að setja upp segl. Það var þó gaman
að sigla um sundin, þegar ég var ungur. Og það var einmitt
á svoleiðis ferð, sem ég kynntist henni Guðrúnu minni sál-
ugu. Það var nefnilega farið að hvessa, skal ég segja þér,
Sigga. Helvíta mikill gúlpur. Og stundum mátti varla á
milli sjá, hvort bátinn eða bylgjuna bæri ofar. Það var sko
ung stúlka framm í, en ég við stýrið. Svo veit ég ekki fyrri
til en rennvott hárið kemur sko hérna alveg undir kverkina,
rétt hjá skóhattsbandinu mínu. Og veiztu hvað, þegar ég lít,
við, þá sé ég varir sem segja: Ó, Jón, ég er svo hrædd. En
þá var það sko hann Jón, sem ekki var hræddur, og ég gerði
mér lítið fyrir og smellti á hana rembingskossi, kerli mín.
Og það heyrðist ekkert hljóð framar. En mér sýndist ekki
betur en það kæmi bros á varimar. Já, manni var nú ekki
fis’að saman í þá daga, Sigga litla, ekki aldeilis.
Sigga: Þú hefur alltaf verið farsæll sjómaður Jónsi
minn. En segðu mér, eru nú ekki allir gömlu torfbæirnir
fallnir?
Jón: Jú, það má nú segja, manneskja, og komin þessi
reisulegu steinhús í staðinn, nema þá þar sem allt er í eyði,
en það er nú því miður nokkuð víða, sem allir hafa flúið,
já, bókstaflega flúið suður.
Sigga: En það er þó bótin að það heldur áfram að vera
Breiðfirðingar fyrir það.