Breiðfirðingur - 01.04.1954, Blaðsíða 82
72
BREIÐFIRÐINGUR
hendur framréttar til hjúkrunar. Viðtökunum í Suður-Bár
mun ég aldrei gleyma. Allt var gjört, sem hugsanlegt var
okkur til aðhlynningar. Heitur matur, mjólk, vín og upp-
búin rúm.
Við höfðum sannarlega verið heppnir með landtökuna.
Og við hresstumst furðu fljótt.
En svo var af sumum dregið, að t.d. hef ég ekki nærri
því náð mér enn, þótt nú sé komið fram í miðjan febrúar,
þegar þetta er ritað. Og sennilega verður enginn „samur
og áður alla stund,“ sem lent hefur í svo ægilegri raun. Og
er þetta ein sönnun þess, hve lífsorka mannsins er sterk,
lífsvonin örugg að sigrast á öllum örðugleikum. En minn-
isstæðast er mér, hve knálega við urðum að hreyfa okkur
í bátnum til að halda á okkur hita, og hvernig kuldinn,
dauðinn læsti sig upp eftir mér nær og nær hjartanu, ef
nokkurt lát varð á þeirri viðleitni að lifa og starfa.
Sá, sem dó á leið til bæjar var Sigurjón M. Guðmundsson,
Hér með lýkur frásögn Ingvars Ivarssonar matsveins á
Eddu. Og hef ég þar engu við að bæta öðru, en því að biðja
Guð að blessa þá, sem fórust og veita ástvinum þeirra þrek
og huggun, og óska þeim, sem komust af, til heilla með lífs-
starf og framtíð, til hamingju með að
þrek og þrótt
í þunga nótt
hefur margur sótt.
Guð blessi íslenzka sjómenn, hermenn friðarins, hetjur
hafsins.
Reykjavík, 17. febr. I9r>4.
Arelíus Níelsson.