Breiðfirðingur - 01.04.1954, Blaðsíða 26
16
BREIÐFIRÐINGUR
Bær Ólafs stendur að nokkru leyti enn, og er svo vel á sig
kominn, að í honum er búið.
Sagði bóndinn í Sviðnum mér í sumar, að þegar bærinn
var endurbyggður að nokkru, nú fyrir fáum árum, hefði
hann verið með ummerkjum og Ólafur skildi við hann fyrir
nær því 112 árum. Ytra útlit bæjarins er þó mjög breytt frá
því sem var í uphafi, og mundi gamli Ólafur vart fá þekkt
bæinn sinn, ef hann mætti líta upp úr gröf sinni. — Sjaldn-
ast tekst að tengja svo saman gamalt og nýtt, að ekki sjáist
móta fyrir samskeytum, og stundum ekki til prýði.
Utihús, s.s. hjalla, skemmu og smiðju byggði Ólafur líka
í Sviðnum, sem enn standa. — En þó að hús þau, er Ólafur
byggði í Sviðnum, hafi staðið vel og lengi, þá er þó eitt hús
í eyjunum eldra en frá hans dögum. Það heitir Lönguflat-
arhús og stendur austur á túninu skammt frá bænum. Það
mun hafa byggt Snæbjörn Gíslason frá Vattarnesi, er bjó
næstur á undan Ólafi í Sviðnum. Lönguflatarhúsið er nokk-
uð niðurgrafið í harðan sandbala, en þó hátt úr jörð og
reisulegt. Að nokkru er það þakið hellum er hvíla á sterk-
um rekaviðardrumbum.
Ekki veit ég með vissu hvenær það hefur verið byggt, en
vel gæti það verið um 200 ára gamalt — og lengi getur það
staðið enn. Skyldu mörg torfhús í landinu vera eldri?
„Túnið í Sviðnum er meira part þýft, sendið og ógras-
gefið,“ segir í Jarðabók Á.M. frá 1703. — Óefað hefur
þessi lýsing verið rétt, þegar hún var gerð.
Þannig hagar til, að túnið í Sviðnum er mestmegnis á
tanga á ytri enda eyjarinnar og hallar til suðvesturs. I
vestan stormum og stórflæðum hefur því sjór gengið langt
upp á túnið, og veitt því þungar búsifjar með sand og grjót-
burði.
Til að verjast þessum ágangi Ægis girti Ólafur túnið
meðfram sjónum með öflugum grjótgarði, er enn í dag