Breiðfirðingur - 01.04.1954, Blaðsíða 31
BREIÐFIRÐINGUR
21
Auk þess að gera þær umbætur í Sviðnum, sem hér hefur
að nokkru verið getið, keypti Ólafur alla jörð sína og átti
skuldlausa er hann dó.
Að skipasmíðum, gerði Ólafur mikið að vetrinum, bæði
fyrir sjálfan sig og aðra, því hann var jafnhagur á þær og
allt annað, sem hann lagði hönd að.
Eins og fyrr segir, var því trúað, að ekki mætti nota til
nokkurs hlutar, eða hrófla við steini í gömlu bæjarrústun-
um, og gilti það lögmál svo langt út sem aurmál bæjarins
náði. — Draugagangur og óhamingja átti af því að hljótast.
Olafur skeytti lítt um þann átrúnað, heldur notaði grjót-
ið úr gömlu rústunum meðan til entist, í mannvirki þau,
sem hann gerði í Sviðnum og getið hefur verið.
Ekki varð hann fyrir neinum óhöppum vegna þeirra til-
tekta. En reimt þótti í Sviðnum um hans daga, og ýmiss kon-
ar forneskja og hjátrú hefur loðað þar við til skamms tíma.
Aldrei mátti loka þar bænum. Átti þá hurðin að vera brotin
upp eða önnur meiri óhöpp að henda. Var það aldrei gert,
en sjálfur gekk Ólafur jafnan frá bæjardyrunum á kvöldin.
Sú saga er sögð, að á síðustu búskaparárum Ólafs, vektu
stúlkur þar eitt sinn við sláturgerð. — Gamli maðurinn
gekk frá hurðinni um kvöldið eins og hann var vanur og
tók stúlkunum vara fyrir að fara út, eftir að hann væri
sofnaður. Nú var ekki venja að bregða út af boðum Ólafs
á heimilinu. En af einhverjum ástæðum þurftu stúlkurnar
að fara út — sumir segja til að sækja þvott í hjall -—- og
kom þeim saman um, að ekki gæti Ólafur neitt um það vit-
að, né neitt illt af því hlotizt, þó þær læddust út og legðu
svo hurðina að stöfum aftur, því ekki var dyrunum öðru-
vísi lokað. Og gerðu þær svo. Þær vöktu svo framundir
aiorgun við slátursuðuna, og bar ekkert til tíðinda. Eu ekki
fór þetta alveg fram hjá gamla manninum í svefninum, eins
og þær höfðu ætlað. Um morguninn þegar hann vaknar,